What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

föstudagur, janúar 06, 2006

JIBBÍ!!!!!!!

Jæja nú er þessi langa og leiðinlega bið loks á enda! ÉSSSSSS ég komst inn :) Ég er svo hamingjusöm að ég bara get ekki lýst því sko, skalf alveg á beinunum þegar ég var að kíkja á þetta í dag!!! Eins gott að ég þurfi aldrei að þreyta klásus aftur úff! Það myndi ég ekki leggja á mig aftur!
Hmm já annars er ég búin að vera eitthvað svo ægilega löt að blogga, kom heim á Ísafjörð 29. desember og er hér enn, veðurteppt reyndar!! Vona nú að ég komist í borgina á morgun því að stelpan á víst að mæta í vinnu annað kvöld! En ég er ekki mjög bjartsýn þar sem spáð er brjáluðu veðri á morgun :/
Bara búin að slappa af og hafa það gott, hanga í náttfötunum allan daginn og lesa bækur upp í rúmi, sældarlíf :) Síðan er maður auðvitað búin að heimsækja vinkonurnar og það er nottla alltaf jafn æðislegt!
Skólinn byrjar á miðvikudaginn þannig að ég vona nú að það verði flogið fyrir þann tíma! Annars bara hafið það gott því ég er svo HAMINGJUSÖM :) :) :)

Dúnna glaða - stuck in Ísafjörður!!