What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

miðvikudagur, desember 21, 2005

Vinna og sofa

Já það er svona það helsta sem ég hef gert undanfarna daga! Sofa úr mér prófslenið og svo er maður byrjaður í fullri vinnu. Hef ekki nennt að skreyta ennþá, né þrífa, en ég sé fram á að það verði gert á morgun þar sem ég er í fríi!
Mamma og Edith voru hér um helgina og höfðum við það kósí þrátt fyrir að ég hafi verið mjög þreytt! Fengum okkur gott að borða, fórum á King Kong í bíó, klassamynd þar á ferð og svo fékk ég í jólagjöf geggjaðslega geðveik stígvél! Nú verð ég algjör gella sko ;)
Hmm...það er víst djamm á morgun, ball með Sálinni, mig langar geðveikt að fara, en ég nenni engan veginn að fara ein...
Jæja...best að halda áfram að glápa á tv...

Ciao