What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

föstudagur, desember 16, 2005

Tik tak, tik tak, 7 tímar í síðasta prófið!!

Líður eins og að ég sé með tímasprengju í maganum og gæti sprungið þá og þegar! Ég er ennþá að læra, ætla að nota þessa síðustu nótt fyrir síðasta prófið til að læra vel, því ég fattaði á síðustu stundu að ég er ekki búin að læra nóg! En núna er ég miklu bjartsýnni á þetta og þess vegna tók ég mér smá bloggpásu ;)
Mamma og Edith komu í dag, ofsalega notalegt að hafa þær hérna hjá mér! Svo á morgun eftir prófið verður sko farið í BÚÐIR, út að borða, í bíó og bara eitthvað alls konar skemmtilegt því þá er ég komin í JÓLAFRÍ veivei!!
Trúi varla að þessar klásus-hermannabúðir séu að enda! Finnst eins og ég hefði getað staðið mig miklu betur, en ég gerði mitt besta og fór varla út fyrir hússins dyr, ekki einusinni í ræktina eða neitt hef bara legið yfir bókunum og safnað spiki!!
Nú tekur við vinna vinna og svo ísó um áramótin...

Dúnna alveg að komast í mark :)