What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

laugardagur, desember 24, 2005

Gleðileg jól

Ég vil óska öllum vinum og vandamönnum gleðilegra jóla og kærar þakkir fyrir liðnar stundir. Ég sá mér því miður ekki fært að senda jólakort í ár en þakka kærlega fyrir þau sem ég er búin að fá :)
Ég er núna stödd í vinnunni á Eir og ætla að verja jólunum með gamla fólkinu og hafa það kósí. Vonandi hafið þið það sem best yfir hátíðarnar ;)

Jólakveðja,

Dúnna