What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

laugardagur, desember 17, 2005

Eintóm hamingja og massa spennufall...

Vá ég get ekki lýst því hvað það er gott að vera búin í þessum prófum, úff!! Er samt eiginlega ekki búin að fatta það ennþá. Kom heim úr prófinu og lagði mig því ég hafði ekkert sofið um nóttina, svaf smá og fór síðan í Smáralind með mömmu og Edith þangað til ég lognaðist gjörsamlega útaf! Lá 3 tíma í rúminu án þess að sofna, samt er ég alveg viðbjóðslega þreytt! Núna hef ég gefist upp á því að reyna að sofna en kannski reyni ég aftur eftir smá stund. Bara einhver spenna í mér held ég eða bara ofþreyta!
Sálfræðiprófið gekk bara vel þannig að allt í gúddí með það!! Nú er bara að bíða með hnút í maganum til 10.janúar!!

Dúnna, búin í prófum...