What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

fimmtudagur, desember 22, 2005

Ein og yfirgefin...

Æji já ég vorkenni sjálfri mér eitthvað svo ægilega akkurat þessa stundina. Ég er svo ótrúlega einmanna, hef ekkert að gera. Allir sem ég þekki farnir til Ísafjarðar og enginn til að leika við. Búin að vera að skoða barnalandssíður í allt kvöld og láta mig dreyma um framtíðina! Komin með ógeð á sjónvarpinu og rúminu, vildi að ég kynni að prjóna!
Vinna og vinna framundan, ekki mikil jól hjá mér! Get ekki beðið eftir að komast heim um áramótin og slappa af! Annars er maður svo ægilega annars hugar eitthvað! Dreymdi að ég hefði fallið á öllum klásusprófunum og vaknaði upp hálfgrátandi!! Held að maður verði ekkert rólegur fyrren þetta er komið á hreint!

Dúnna dapra...