What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

sunnudagur, desember 11, 2005

Efnafræði...

Já núna er ég komin á 3ja dag í efnafræðilestri og leiðist mér það alls ekki. Finnst þetta lang skemmtilegasta fagið í þessum klásus, ef ég kemst ekki inn ætla ég að fara í eitthvað sem tengist efnafræði!! Vona að mér gangi nú sæmilega í þessu EN maður veit nú aldrei með þessi próf! Finnst maður skilja allt en svo er þessu öllu snúið við í prófinu!!

-Eftir akkurat viku fer ég í fulla vinnu!! (Ekki að nenna því alveg strax!)
-Á morgun er próf nr. 3 af 4 ( Þetta er allt að koma)
-Mamma og Edith koma til mín eftir 4 daga :)
-Prófin búin eftir 5 daga :)

Já jólin koma senn....