What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

miðvikudagur, desember 07, 2005

Dagur þagnarinnar!!

Ég var að fatta að ég er ekki búin að tala við neina einustu manneskju í dag, ekki í símann né á msn eða neitt! Ég hef hvorki farið út úr húsi né kveikt á útvarpinu! Hvurslags líf er þetta eiginlega!!
Sit hérna ein með sjálfri mér að reyna að klóra mig í gegnum taugakerfið, ekki það skemmtilegasta sem ég hef gert! Hálf sé eftir því að hafa gjörsamlega bannað öllum að tala við mig fram að 16. des!! Ótrúlegt hvað maður getur verið einmanna stundum!
Er með svona lærdómsverki, íllt í bakinu og öxlunum og rassinum eftir að hafa setið í sama stólnum of lengi! Held að ég verði bara að drullast í ræktina þó það taki doldinn tíma af mér til að vera ekki að drepast úr stirðleika! Ég er búin að fatta eina villu sem ég gerði á prófinu í gær sem er svoleiðis að naga mig, get ekki hætt að hugsa um þessa einu helvítis klaufavillu sem ég gerði hún er svo vitlaus að það er að gera mig brjálaða!! En við skulum allavega vona að einhverjar af þeim séu réttar ;)
Sver það ég er komin með ógeð af lærdómi...

-Dúnna í þögninni...