All alone...
Já nú er ég ein eftir. Tommi fór í morgun með allt sitt dót og mér finnst allt vera hálf tómt, og ég eiginlega líka hálftóm! Þessi dagur er búinn að vera eitthvað svo skrítinn, ég er búin að vera svo þreytt og down! Búin að liggja uppí rúmi í allan dag að reyna að læra beinin í líffærafræðinni! Finnst ég vera hálf veik, kenni inflúensusprautinni um þetta sem ég fékk í síðustu viku hmm...!! Ég er virkilega að reyna að fara að læra en ég get það ekki...hvað getur maður gert í svoleiðis?? Mig langar líka út í göngutúr en ég þori því ekki ein þegar það er svona dimmt úti og margir hundar og kettir á ferð! Ég er að passa mig að kveikja ekki á sjónvarpinu því annars á ég eftir að liggja yfir því! Ég sem hélt að þetta myndi vera svo gott að vera ein í ró og næði...kannski er einbeitningin bara best þegar ég hef e-h í kringum mig eða kannski er þetta bara stess í mér..hver veit??
Lati Geir á lækjarbakka,
lá þar til hann dó,
vildi ekki vatnið smakka,
var hann þyrstur þó!
Þetta sagði pabbi alltaf við mig í denn þegar ég nennti ekki að gera e-h...
-Dúnna lata..
Lati Geir á lækjarbakka,
lá þar til hann dó,
vildi ekki vatnið smakka,
var hann þyrstur þó!
Þetta sagði pabbi alltaf við mig í denn þegar ég nennti ekki að gera e-h...
-Dúnna lata..
<< Home