What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

mánudagur, desember 05, 2005

1 búið...3 eftir!!

Jæja þá er það búið. Veit ekkert hvernig mér gekk, ekkert ílla en ég fæ heldur ekki 10 segjum bara að ég hafi allavega náð, vona ég ;)
Gerði mig að ALGJÖRU fífli í morgun ég sver það stundum veit ég ekki frá hvaða plánetu ég er!! Ég vaknaði voða róleg og útsofin tilbúin að takast á við daginn. Fékk mér góðan morgunmat, fór í sturtu og lagði síðan snemma af stað til að fá gott bílastæði og tók glósurnar með mér til að skoða aðeins í bílnum áður en ég fór inn. Jæja allt í góðu lagi með það. Síðan þegar ég var búin að lesa þarna doldið og dunda mér í bílnum ákvað ég nú að skella mér inn og spjalla við fólkið!! En ekki hvað það var ENGINN þarna inni. Ég bara what! Bíddu var prófið ekki klukkan 9 og örugglega í dag...jújú..leit á klukkuna hún var korter í 9 og ég bara jæja þetta er nú eitthvað skrítið! Hljóp upp og niður tröppurnar í EIRBERGI og skildi ekkert í þessu, var gegt fúl að enginn hefði látið mig vita ef prófinu hefði verið frestað!! Svo fann ég þarna einn í afgreiðslunni og spurði hann hvurslags þetta eiginlega væri og hann var alveg tómur, vissi ekkert hvað ég var að tala um! Ég bara HALLÓ ég er að fara í lokapróf! Síðan skoðaði hann þetta eitthvað og þá sagði hann jááá prófið er ekki hér það er í AÐALBYGGINGUNNI og ég hélt að aðalbyggingin hjá hjúkruninni væri Eirberg en þetta var aðalbygging háskólans, hvernig í ósköpunum átti ég að vita það!! Ég var alveg díses..leit á klukkuna og sagði ógeðslega reið við þennan strák!! Jæja nú kem ég allt of seint í prófið klukkan er 10 min í 9 og ég næ þessu aldrei!! Hann sagði mér að þetta væri nú bara rétt hjá og að ég ætti ekkert að vera að æsa mig yfir þessu!! Síðan strunsaði ég út, alveg ógeðslega stressuð og sveitt og pirruð yfir þessu öllu saman, akkurat öfugt við það hvernig ég var búin að vera fín og róleg!
Jæja fór síðan á fulle span í þessa aðalbyggingu og hljóp næstum upp tröppurnar alveg lost, kófsveitt og þar sá ég loksins stelpurnar mínar og leið eins og ég væri mesti hálfviti í heiminum. Síðan byrjaði prófið stuttu eftir og ég bara hélt áfram að svitna eins og svín! Reyndi að róa mig niður og það tókst sem betur fer...úff...

-Dúnna-mesta LJÓSKA í heiminum!!!