What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

laugardagur, desember 24, 2005

Gleðileg jól

Ég vil óska öllum vinum og vandamönnum gleðilegra jóla og kærar þakkir fyrir liðnar stundir. Ég sá mér því miður ekki fært að senda jólakort í ár en þakka kærlega fyrir þau sem ég er búin að fá :)
Ég er núna stödd í vinnunni á Eir og ætla að verja jólunum með gamla fólkinu og hafa það kósí. Vonandi hafið þið það sem best yfir hátíðarnar ;)

Jólakveðja,

Dúnna

fimmtudagur, desember 22, 2005

Ein og yfirgefin...

Æji já ég vorkenni sjálfri mér eitthvað svo ægilega akkurat þessa stundina. Ég er svo ótrúlega einmanna, hef ekkert að gera. Allir sem ég þekki farnir til Ísafjarðar og enginn til að leika við. Búin að vera að skoða barnalandssíður í allt kvöld og láta mig dreyma um framtíðina! Komin með ógeð á sjónvarpinu og rúminu, vildi að ég kynni að prjóna!
Vinna og vinna framundan, ekki mikil jól hjá mér! Get ekki beðið eftir að komast heim um áramótin og slappa af! Annars er maður svo ægilega annars hugar eitthvað! Dreymdi að ég hefði fallið á öllum klásusprófunum og vaknaði upp hálfgrátandi!! Held að maður verði ekkert rólegur fyrren þetta er komið á hreint!

Dúnna dapra...

miðvikudagur, desember 21, 2005

Vinna og sofa

Já það er svona það helsta sem ég hef gert undanfarna daga! Sofa úr mér prófslenið og svo er maður byrjaður í fullri vinnu. Hef ekki nennt að skreyta ennþá, né þrífa, en ég sé fram á að það verði gert á morgun þar sem ég er í fríi!
Mamma og Edith voru hér um helgina og höfðum við það kósí þrátt fyrir að ég hafi verið mjög þreytt! Fengum okkur gott að borða, fórum á King Kong í bíó, klassamynd þar á ferð og svo fékk ég í jólagjöf geggjaðslega geðveik stígvél! Nú verð ég algjör gella sko ;)
Hmm...það er víst djamm á morgun, ball með Sálinni, mig langar geðveikt að fara, en ég nenni engan veginn að fara ein...
Jæja...best að halda áfram að glápa á tv...

Ciao

laugardagur, desember 17, 2005

Eintóm hamingja og massa spennufall...

Vá ég get ekki lýst því hvað það er gott að vera búin í þessum prófum, úff!! Er samt eiginlega ekki búin að fatta það ennþá. Kom heim úr prófinu og lagði mig því ég hafði ekkert sofið um nóttina, svaf smá og fór síðan í Smáralind með mömmu og Edith þangað til ég lognaðist gjörsamlega útaf! Lá 3 tíma í rúminu án þess að sofna, samt er ég alveg viðbjóðslega þreytt! Núna hef ég gefist upp á því að reyna að sofna en kannski reyni ég aftur eftir smá stund. Bara einhver spenna í mér held ég eða bara ofþreyta!
Sálfræðiprófið gekk bara vel þannig að allt í gúddí með það!! Nú er bara að bíða með hnút í maganum til 10.janúar!!

Dúnna, búin í prófum...

föstudagur, desember 16, 2005

Tik tak, tik tak, 7 tímar í síðasta prófið!!

Líður eins og að ég sé með tímasprengju í maganum og gæti sprungið þá og þegar! Ég er ennþá að læra, ætla að nota þessa síðustu nótt fyrir síðasta prófið til að læra vel, því ég fattaði á síðustu stundu að ég er ekki búin að læra nóg! En núna er ég miklu bjartsýnni á þetta og þess vegna tók ég mér smá bloggpásu ;)
Mamma og Edith komu í dag, ofsalega notalegt að hafa þær hérna hjá mér! Svo á morgun eftir prófið verður sko farið í BÚÐIR, út að borða, í bíó og bara eitthvað alls konar skemmtilegt því þá er ég komin í JÓLAFRÍ veivei!!
Trúi varla að þessar klásus-hermannabúðir séu að enda! Finnst eins og ég hefði getað staðið mig miklu betur, en ég gerði mitt besta og fór varla út fyrir hússins dyr, ekki einusinni í ræktina eða neitt hef bara legið yfir bókunum og safnað spiki!!
Nú tekur við vinna vinna og svo ísó um áramótin...

Dúnna alveg að komast í mark :)

mánudagur, desember 12, 2005

Pís of keik ;)

Efnafræðiprófið gekk eins og í sögu fyrir utan nokkrar leiðinlegar spurningar en ég er samt vongóð og þar af leiðandi í mjög góðu skapi ;)

Nýr leikur

Commentaðu nafninu þínu og...
1. Ég segi þér eikkað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4 Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig

Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!

-Dúnna efnafræðinörd!

sunnudagur, desember 11, 2005

Efnafræði...

Já núna er ég komin á 3ja dag í efnafræðilestri og leiðist mér það alls ekki. Finnst þetta lang skemmtilegasta fagið í þessum klásus, ef ég kemst ekki inn ætla ég að fara í eitthvað sem tengist efnafræði!! Vona að mér gangi nú sæmilega í þessu EN maður veit nú aldrei með þessi próf! Finnst maður skilja allt en svo er þessu öllu snúið við í prófinu!!

-Eftir akkurat viku fer ég í fulla vinnu!! (Ekki að nenna því alveg strax!)
-Á morgun er próf nr. 3 af 4 ( Þetta er allt að koma)
-Mamma og Edith koma til mín eftir 4 daga :)
-Prófin búin eftir 5 daga :)

Já jólin koma senn....

fimmtudagur, desember 08, 2005

Jólastelpan mín :)


Ég er ef til vill að fara að eyða öllu næsta sumri með litla sæta englabossanum mínum henni Ellu litlu systur! Get ekki beðið!! Posted by Picasa

No Comment..

Segi ekkert um prófið, veit ekkert hvernig mér gekk, það verður bara að koma í ljós í janúar!
Gerðist hins vegar kræf og steig á vigtina í morgun og leist sko ekki á blikuna, svona prófalestur fer ekki vel með mann! Nú er ég búin að hreinsa allt nammi af heimilinu (eða allavega fela það) og hella niður kókinu og hananú!!

14 tímar í Líffærafræðipróf!!!

Það er með ólíkindum hvað ég er lítið eða bara ekkert stressuð fyrir þessi próf, held að ég hafi bara tekið þetta út í síðasta mánuði! Ætti nú að vera stressuð fyrir þetta próf, finnst ég ekki muna neitt sem ég les og allt í einni súpu! Ohh well það fer eins og það fer, ég geri mitt besta! Í dag hef ég orðið vitni að kraftaverki! Ég er ekki búin að kveikja á sjónvarpinu né útvarpinu í allan dag!! Það hefur ekki gerst í langan tíma, svona tek ég nú þessi próf alvarlega! Reyndar er ég þó búin að tala nokkuð mikið í símann í dag! Þurfti að fá útrás því ég talaði nottla ekkert í gær!!
Skil ekki hvað fólk er að standa í því að halda fyrir mér vöku kl 1 í nótt með því að fljúga einhverri flugvél hérna fyrir ofan húsið mitt og síðan heyrðist mér einhverjir vera í spyrnu eða þá allavega að keyra mjööög hratt, mjööög mörgum sinnum! Og ég sem hélt að ég ætti heima í rólegasta hluta bæjarins! Síðan þegar ég vaknaði í morgun var það mest pirrandi vélahljóð ever, svona bank bank bank bank endalaust alveg til 4 í dag!! Verst að ég er ekkert svo góð í að nota eyrnatappa því þá finnst mér ég heyra svo mikið í heilanum á mér, fæ svo mikla klígju af því!!

Dúnna á leiðinni í próf dauðans nr. 2....

miðvikudagur, desember 07, 2005

Dagur þagnarinnar!!

Ég var að fatta að ég er ekki búin að tala við neina einustu manneskju í dag, ekki í símann né á msn eða neitt! Ég hef hvorki farið út úr húsi né kveikt á útvarpinu! Hvurslags líf er þetta eiginlega!!
Sit hérna ein með sjálfri mér að reyna að klóra mig í gegnum taugakerfið, ekki það skemmtilegasta sem ég hef gert! Hálf sé eftir því að hafa gjörsamlega bannað öllum að tala við mig fram að 16. des!! Ótrúlegt hvað maður getur verið einmanna stundum!
Er með svona lærdómsverki, íllt í bakinu og öxlunum og rassinum eftir að hafa setið í sama stólnum of lengi! Held að ég verði bara að drullast í ræktina þó það taki doldinn tíma af mér til að vera ekki að drepast úr stirðleika! Ég er búin að fatta eina villu sem ég gerði á prófinu í gær sem er svoleiðis að naga mig, get ekki hætt að hugsa um þessa einu helvítis klaufavillu sem ég gerði hún er svo vitlaus að það er að gera mig brjálaða!! En við skulum allavega vona að einhverjar af þeim séu réttar ;)
Sver það ég er komin með ógeð af lærdómi...

-Dúnna í þögninni...

mánudagur, desember 05, 2005

1 búið...3 eftir!!

Jæja þá er það búið. Veit ekkert hvernig mér gekk, ekkert ílla en ég fæ heldur ekki 10 segjum bara að ég hafi allavega náð, vona ég ;)
Gerði mig að ALGJÖRU fífli í morgun ég sver það stundum veit ég ekki frá hvaða plánetu ég er!! Ég vaknaði voða róleg og útsofin tilbúin að takast á við daginn. Fékk mér góðan morgunmat, fór í sturtu og lagði síðan snemma af stað til að fá gott bílastæði og tók glósurnar með mér til að skoða aðeins í bílnum áður en ég fór inn. Jæja allt í góðu lagi með það. Síðan þegar ég var búin að lesa þarna doldið og dunda mér í bílnum ákvað ég nú að skella mér inn og spjalla við fólkið!! En ekki hvað það var ENGINN þarna inni. Ég bara what! Bíddu var prófið ekki klukkan 9 og örugglega í dag...jújú..leit á klukkuna hún var korter í 9 og ég bara jæja þetta er nú eitthvað skrítið! Hljóp upp og niður tröppurnar í EIRBERGI og skildi ekkert í þessu, var gegt fúl að enginn hefði látið mig vita ef prófinu hefði verið frestað!! Svo fann ég þarna einn í afgreiðslunni og spurði hann hvurslags þetta eiginlega væri og hann var alveg tómur, vissi ekkert hvað ég var að tala um! Ég bara HALLÓ ég er að fara í lokapróf! Síðan skoðaði hann þetta eitthvað og þá sagði hann jááá prófið er ekki hér það er í AÐALBYGGINGUNNI og ég hélt að aðalbyggingin hjá hjúkruninni væri Eirberg en þetta var aðalbygging háskólans, hvernig í ósköpunum átti ég að vita það!! Ég var alveg díses..leit á klukkuna og sagði ógeðslega reið við þennan strák!! Jæja nú kem ég allt of seint í prófið klukkan er 10 min í 9 og ég næ þessu aldrei!! Hann sagði mér að þetta væri nú bara rétt hjá og að ég ætti ekkert að vera að æsa mig yfir þessu!! Síðan strunsaði ég út, alveg ógeðslega stressuð og sveitt og pirruð yfir þessu öllu saman, akkurat öfugt við það hvernig ég var búin að vera fín og róleg!
Jæja fór síðan á fulle span í þessa aðalbyggingu og hljóp næstum upp tröppurnar alveg lost, kófsveitt og þar sá ég loksins stelpurnar mínar og leið eins og ég væri mesti hálfviti í heiminum. Síðan byrjaði prófið stuttu eftir og ég bara hélt áfram að svitna eins og svín! Reyndi að róa mig niður og það tókst sem betur fer...úff...

-Dúnna-mesta LJÓSKA í heiminum!!!

sunnudagur, desember 04, 2005

Sjæse!

Fyrsta prófið á morgun og ég bara hérna að hanga í tölvunni!! Skil ekkert í mér ég er ekkert stressuð, líður allavega ekki eins og að ég sé að fara í próf á morgun! Búin að læra helling en ég gæti samt alveg lært meira bara spurning um að nenna því! Vildi svo að ég vissi hvaða ritgerðarspurningu hann Rúnar vinur minn kæmi með á prófinu þá yrði allt gott!!
Er gjörsamlega búin að snúa sólarhringum við sama hvað ég reyni, það verður skemmtilegt að sjá hvort að ég geti vaknað í prófið í fyrramálið!

fimmtudagur, desember 01, 2005

All alone...

Já nú er ég ein eftir. Tommi fór í morgun með allt sitt dót og mér finnst allt vera hálf tómt, og ég eiginlega líka hálftóm! Þessi dagur er búinn að vera eitthvað svo skrítinn, ég er búin að vera svo þreytt og down! Búin að liggja uppí rúmi í allan dag að reyna að læra beinin í líffærafræðinni! Finnst ég vera hálf veik, kenni inflúensusprautinni um þetta sem ég fékk í síðustu viku hmm...!! Ég er virkilega að reyna að fara að læra en ég get það ekki...hvað getur maður gert í svoleiðis?? Mig langar líka út í göngutúr en ég þori því ekki ein þegar það er svona dimmt úti og margir hundar og kettir á ferð! Ég er að passa mig að kveikja ekki á sjónvarpinu því annars á ég eftir að liggja yfir því! Ég sem hélt að þetta myndi vera svo gott að vera ein í ró og næði...kannski er einbeitningin bara best þegar ég hef e-h í kringum mig eða kannski er þetta bara stess í mér..hver veit??
Lati Geir á lækjarbakka,
lá þar til hann dó,
vildi ekki vatnið smakka,
var hann þyrstur þó!
Þetta sagði pabbi alltaf við mig í denn þegar ég nennti ekki að gera e-h...

-Dúnna lata..