Skrítið líf....
Já þetta er búinn að vera svo skrítinn dagur í dag! Ég fór að sofa klukkan 11 í gærkvöldi og glaðvaknaði klukkan 7 í morgun og er búin að vera vakandi síðan! Samt ekki glaðvakandi bara þreytt-hausverks vakandi! Hef verið að halda mér vakandi svo að ég geti nú vaknað snemma í fyrramálið aftur! Fór í skólann og sofnaði næstum því og síðan fór ég útí sjoppu og keypti mér pylsu sem var ógeðslega krumpuð og vond en ég þorði ekki að kvarta! Fór síðan heim, geðveikt þreytt en fann síðan ekki fjarsteringuna af sjónvarpinu þannig að ég missi af glæstum og nágrönnum!! Vissi ekkert hvað ég átti af mér að gera þannig að ég bara lagðist upp í rúm og kláraði sex and the city og er eiginlega tóm núna því að nú er þetta bara búið!! Ligg ennþá upp í rúmi og klukkan orðin 22 ég bara ætla að fara að halla mér...get ekki meir!! Góðanótt
<< Home