What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

föstudagur, nóvember 18, 2005

Risin upp frá dauðum...

Já eða samt eiginlega ekki! Held mig bara heima ofan í skruddunum eins og versta nörd!! Próftíð að hefjast með allri sinni geðvonsku ojá! Var í félagsfræðiprófi í dag sem ég lærði gegt mikið fyrir á minn mælikvarða og gekk sonna æji ég vil ekki segja að mér hafi gengið vel því þá fæ ég pottþétt núll en skulum segja svona skítsæmilega, allavega betur en síðast vona ég ;)
Hmm já hvað get ég sagt, er stödd á næturvakt núna er í smá vinnumaraþoni áður en ég tek mér mánaðarfrí í próflestur! Bara rúm ein vika eftir í skólanum ótrúlegt! Og svo ótrúlega ósanngjarnt að það komast bara 75 inn!
Er farin að sjá smá eftir að vera að vinna um jólin, en æjj veit ekki, á örugglega eftir að hringja í mömmu á aðfangadagskvöld og fara að hágrenja eins og lítið barn! Langar nú alveg soldið bráðum að kíkja á liðið þarna fyrir vestan en það verður að bíða betri tíma, þegar ég vinn í lottóinu og sonna ;)
Æj jæja ætla að halda áfram að læra á meðan það er svona rólegt!! Læra læra læra fram í rauðan dauðann...

Dúnna samviskusama..