miðvikudagur, nóvember 30, 2005
Hellisbúinn!!
Jæja þá hef ég staðið upp frá stofuborðinu og heiðrað ykkur með smá færslu!
Komin með þvílíkan krampa í hægri hendina af öllu þessu prófglóseríi ég spái því að hún verði dottin af fyrir jól!! Ég bara er ekki alveg að meika hvað þetta er mikið efni sem prófað er úr! Sá sem getur lært þetta allt saman er hetjan mín! Ég sé fram á það að ekki verði stigið fæti út af Barðastöðum 7 næstu 3 vikurnar nema kannski upp í Spöng þegar klárast úr ísskápnum!
Tommi bró flytur úr kotinu á morgun og þá verð ég alein! Það er kannski eins gott því ég verð svo ægilega pirruð í svona prófalestri!
Jæja...félagsfræðin bíður...
Dúnna með hálfa hendi og hárið út í loft!
Komin með þvílíkan krampa í hægri hendina af öllu þessu prófglóseríi ég spái því að hún verði dottin af fyrir jól!! Ég bara er ekki alveg að meika hvað þetta er mikið efni sem prófað er úr! Sá sem getur lært þetta allt saman er hetjan mín! Ég sé fram á það að ekki verði stigið fæti út af Barðastöðum 7 næstu 3 vikurnar nema kannski upp í Spöng þegar klárast úr ísskápnum!
Tommi bró flytur úr kotinu á morgun og þá verð ég alein! Það er kannski eins gott því ég verð svo ægilega pirruð í svona prófalestri!
Jæja...félagsfræðin bíður...
Dúnna með hálfa hendi og hárið út í loft!
laugardagur, nóvember 26, 2005
Pirrí pú!!
Æji já ég er búin að vera e-h svo hrikalega pirruð í dag, veit ekki útaf hverju, kannski bara einn af þessum dögum, fór vitlausu megin fram úr rúminu!! Vaknaði ekki við vekjarann heldur kom Tommi og vakti mig rétt áður en ég átti að mæta í skólann og ég náði ekki einusinni að greiða mér eða fá mér morgunmat, ég verð sko alveg ómöguleg ef ég fæ ekki morgunmat!! Síðan gafst ég upp þegar sálfræðitíminn var hálfanaður og litlu gríslingarnir drógu mig í kringluna myglaða og hreint út sagt ógeðslega, veit ekki hvað fólk hefur eila haldið um mig!! Síðan reyndi ég nú að hætta í fýlu en var ennþá svo þreytt og svo þarf ég að taka aukavakt á morgun ég sem var hætt að vinna skiljiði!!! Æji já þannig að ég lagðist upp í rúm þegar ég kom heim um 7 leytið og er búin að liggja þar síðan og kláraði að horfa á alla desperate housewives seríuna, þvílíka drama, og missti af idol...great! Blahh já ég held að ég sé aftur að fá bara kvíðakast yfir þessum skóla ég sver það...
Dúnna geðilla!
Dúnna geðilla!
fimmtudagur, nóvember 24, 2005
Sí og æ, æ og sí, aldrei fæ ég nóg af því...
Já...það rústaðist bara síðan allt í einu skil ekki alveg!! Þannig að ég reyndi að búa til nýja en svo virkar hún ekkert eins og ég vil hafa hana!! Hef engan tíma í þetta helvíti!!
Hmm já, ég er búin að vera eitthvað voða kærulaus þessa viku og ekki búin að læra nóg en ég er búin að sparka sjálfa mig í rassgatið!!
Félagsfræðiprófið gekk líka svona svakalega vel og var ég nr. 13 í röðinni nokkuð ánægð með það ;) Bætir upp fyrir fyrra prófið!!
Blahh hef ekkert að segja...
Dúnna lata
Hmm já, ég er búin að vera eitthvað voða kærulaus þessa viku og ekki búin að læra nóg en ég er búin að sparka sjálfa mig í rassgatið!!
Félagsfræðiprófið gekk líka svona svakalega vel og var ég nr. 13 í röðinni nokkuð ánægð með það ;) Bætir upp fyrir fyrra prófið!!
Blahh hef ekkert að segja...
Dúnna lata
laugardagur, nóvember 19, 2005
Ótrúlegt en satt!!
Ja hérna hér! Ég er búin að vera að leita að myndavélinni minni og fjarsteringunni af sjónvarpinu í tvær vikur!! Ég sver það ég leitaði ALLS staðar og meira að segja tók rúmið í sundur fór með vasaljós undir hillur og bara name it!! Ég var farin að halda að það væri bara einhver búinn að stela þessu!! Síðan var nottla Idol í kvöld og það vantaði fjarsteringuna til að laga stöð 2 því það var eitthvað uppfærlsudót á því sem var búið að vera þarna í nokkra daga og vantaði bara fjarsteringadjöfulinn til að ýta á ok!! Og ég og Tommi leituðum og leituðum...ákveð svo að fara ofan í lazyboy stólana og grafa þar eftir einhverju sem ég var búin að gera samt á hverjum degi í þessar 2 vikur!! Allt í einu...eftir að hafa grafið upp ýmist dót þarna ofan í fann ég myndavélina!! Lengst ofan í stólnum...og síðan gróf ég meira ofan í og þar fann ég hárbandið mitt sem ég var búin að leita að...svo ákvað ég að freista gæfunnar enn einu sinni og tróð hendinni ofan í og viti menn, fann ég ekki bara fjarteringuna líka!!! Allt í SAMA stólnum, ég sver það....
Er næturvakt nr. 2 og bara nokkuð hress, klukkan orðin 7 og vaktin leið ógeðslega hratt og ég bara lærði alveg hellings helling og kláraði bara öll dæmin í efnafræði!! Þannig að í gærnótt og núna er ég samtals búin með 6 kafla! Og er komin á áæltun í efnafræði loksins og ég hélt að það myndi taka miklu lengri tíma...en nei gekk bara eins og smurt brauð :) Já og síðan verð ég núna míns eigin húsmóðir því ástkær bróðir minn er að fara að flytja aftur á Ísafjörð!! Hann er svo mikið yndi að flýta ferðinni sinni svo að ég geti fengið alveg fullkominn frið til að læra fyrir prófin, takk Tommi :) Ég á samt eftir að sakna hans sárt...nú verð ég bara alein og yfirgefin í húsinu...ég vona að ég meiki það..og litla systir líka að flytja aftur heim þannig að ég verð bara eins og Palli...ein í Reykjavík...
Dúnna sem kann ekki að leita!!
Er næturvakt nr. 2 og bara nokkuð hress, klukkan orðin 7 og vaktin leið ógeðslega hratt og ég bara lærði alveg hellings helling og kláraði bara öll dæmin í efnafræði!! Þannig að í gærnótt og núna er ég samtals búin með 6 kafla! Og er komin á áæltun í efnafræði loksins og ég hélt að það myndi taka miklu lengri tíma...en nei gekk bara eins og smurt brauð :) Já og síðan verð ég núna míns eigin húsmóðir því ástkær bróðir minn er að fara að flytja aftur á Ísafjörð!! Hann er svo mikið yndi að flýta ferðinni sinni svo að ég geti fengið alveg fullkominn frið til að læra fyrir prófin, takk Tommi :) Ég á samt eftir að sakna hans sárt...nú verð ég bara alein og yfirgefin í húsinu...ég vona að ég meiki það..og litla systir líka að flytja aftur heim þannig að ég verð bara eins og Palli...ein í Reykjavík...
Dúnna sem kann ekki að leita!!
föstudagur, nóvember 18, 2005
Risin upp frá dauðum...
Já eða samt eiginlega ekki! Held mig bara heima ofan í skruddunum eins og versta nörd!! Próftíð að hefjast með allri sinni geðvonsku ojá! Var í félagsfræðiprófi í dag sem ég lærði gegt mikið fyrir á minn mælikvarða og gekk sonna æji ég vil ekki segja að mér hafi gengið vel því þá fæ ég pottþétt núll en skulum segja svona skítsæmilega, allavega betur en síðast vona ég ;)
Hmm já hvað get ég sagt, er stödd á næturvakt núna er í smá vinnumaraþoni áður en ég tek mér mánaðarfrí í próflestur! Bara rúm ein vika eftir í skólanum ótrúlegt! Og svo ótrúlega ósanngjarnt að það komast bara 75 inn!
Er farin að sjá smá eftir að vera að vinna um jólin, en æjj veit ekki, á örugglega eftir að hringja í mömmu á aðfangadagskvöld og fara að hágrenja eins og lítið barn! Langar nú alveg soldið bráðum að kíkja á liðið þarna fyrir vestan en það verður að bíða betri tíma, þegar ég vinn í lottóinu og sonna ;)
Æj jæja ætla að halda áfram að læra á meðan það er svona rólegt!! Læra læra læra fram í rauðan dauðann...
Dúnna samviskusama..
Hmm já hvað get ég sagt, er stödd á næturvakt núna er í smá vinnumaraþoni áður en ég tek mér mánaðarfrí í próflestur! Bara rúm ein vika eftir í skólanum ótrúlegt! Og svo ótrúlega ósanngjarnt að það komast bara 75 inn!
Er farin að sjá smá eftir að vera að vinna um jólin, en æjj veit ekki, á örugglega eftir að hringja í mömmu á aðfangadagskvöld og fara að hágrenja eins og lítið barn! Langar nú alveg soldið bráðum að kíkja á liðið þarna fyrir vestan en það verður að bíða betri tíma, þegar ég vinn í lottóinu og sonna ;)
Æj jæja ætla að halda áfram að læra á meðan það er svona rólegt!! Læra læra læra fram í rauðan dauðann...
Dúnna samviskusama..
miðvikudagur, nóvember 09, 2005
Tannpína!!
Man alive! Hvað er verra en djöfulsins tannpína, ég held að það sé ekkert verra! Búin að vera að drepast í tönninni minni, vona að karíus og baktus hafi ekki komist í hana!! Þar sem ég er fátækur námsmaður tími ég ekki að fara til tannlæknis heldur uppdópa mig bara af íbúfeni til að reyna að laga þetta! Held að þetta sé að lagast eða vona það bara, hef engan tíma í svona vesen! Annars er mín ekki búin að gera neitt annað er að læra og læra fyrir félagsfræðiprófið sem er í næstu viku! Ætla sko að vera meðal hæstu í þetta skiptið!
Fór á haustfagnað hjá Eir á föstudagskvöldið sem var gasalega skemmtilegt og síðan kíkti maður nú auðvitað aðeins í bæinn þar sem áfengi var í blóðinu ;) Fór á hina ýmsu staði sem ég hef aldrei farið á og endaði þetta allt með því að ég sleit bandið af fínu skónum mínum sem ég var að nota í fyrsta skipti þannig að ég dreif mig bara heim til að ég myndi ekki líta út eins og hölt belja niður í bæ!!
Laugardagurinn fór í leti og síðan bjuggum við systurnar til dýrindis mat og spiluðum popp punkt fram á rauða nótt!! Sunnudagurinn fór í lærdóm og svefn þar sem ég var á næturvakt aðfaranótt mánudags og þriðjudags. Alltaf nóg að gera...
-Tannpínustelpan...
Fór á haustfagnað hjá Eir á föstudagskvöldið sem var gasalega skemmtilegt og síðan kíkti maður nú auðvitað aðeins í bæinn þar sem áfengi var í blóðinu ;) Fór á hina ýmsu staði sem ég hef aldrei farið á og endaði þetta allt með því að ég sleit bandið af fínu skónum mínum sem ég var að nota í fyrsta skipti þannig að ég dreif mig bara heim til að ég myndi ekki líta út eins og hölt belja niður í bæ!!
Laugardagurinn fór í leti og síðan bjuggum við systurnar til dýrindis mat og spiluðum popp punkt fram á rauða nótt!! Sunnudagurinn fór í lærdóm og svefn þar sem ég var á næturvakt aðfaranótt mánudags og þriðjudags. Alltaf nóg að gera...
-Tannpínustelpan...
þriðjudagur, nóvember 01, 2005
Skrítið líf....
Já þetta er búinn að vera svo skrítinn dagur í dag! Ég fór að sofa klukkan 11 í gærkvöldi og glaðvaknaði klukkan 7 í morgun og er búin að vera vakandi síðan! Samt ekki glaðvakandi bara þreytt-hausverks vakandi! Hef verið að halda mér vakandi svo að ég geti nú vaknað snemma í fyrramálið aftur! Fór í skólann og sofnaði næstum því og síðan fór ég útí sjoppu og keypti mér pylsu sem var ógeðslega krumpuð og vond en ég þorði ekki að kvarta! Fór síðan heim, geðveikt þreytt en fann síðan ekki fjarsteringuna af sjónvarpinu þannig að ég missi af glæstum og nágrönnum!! Vissi ekkert hvað ég átti af mér að gera þannig að ég bara lagðist upp í rúm og kláraði sex and the city og er eiginlega tóm núna því að nú er þetta bara búið!! Ligg ennþá upp í rúmi og klukkan orðin 22 ég bara ætla að fara að halla mér...get ekki meir!! Góðanótt