What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

þriðjudagur, október 18, 2005

Why ohh why...

Afhverju get ég ekki sofið á nóttunni eins og venjulegt fólk! Þetta er óþolandi! Ég vaki heilu næturnar og sef svo fram að hádegi og rétt staulast í skólann þreytt, pirruð og með hausverk! Skil ekki hvað er að mér, annað hvort svefnörðugleikar eða þá einfaldlega að ég er búin að snúa sólarhringum við. Samt ekki því ég ligg bara hérna í rúminu, andvaka allt hljótt og slökkt ljósið, þó að ég sé ógeðslega þreytt, get ég ekki sofnað! Getur einhver hjálpað mér!!!
Búin að vera ógó dugleg að læra í efnafræði held að ég sé bara að verða meistari í þessu ;) Komin á rétt ról með þetta loksins ég sem var alveg sko 6-7 köflum eftirá!
Helgin var voða róleg, var bara að vinna bæði lau og sun kvöld og gerði voða lítið annað en að sofa og læra á milli. Sveik Tomma um að fara með honum út á laugardagskvöldið og lá heldur fyrir framan góða videomynd og hámaði í mig gotterí ;) Síðan var okkur boðið í dýrindis Brunch hjá Kristínu á sunnudeginum mmmm ;)
Núna er plan vikunnar:
-að reyna að koma lag á svefninn,
-komast á rétt ról með anatómíuna
-þrífa þessa svínastíu hérna
-reyna að drullast í ræktina
-reyna að rífast ekki við Tomma greyið(sorry Tommi minn)
-Taka litla ástaryarisinn minn í gegn

Hmm já glætan að ég geti þetta allt, klukkan nú þegar orðin 2 að nóttu til og ég ekki ennþá sofnuð...please help me...