What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

þriðjudagur, október 11, 2005

Tíminn flýgur frá mér....

Er búin að sitja núna í 3 klukkutíma að skrifa glósur úr félagsfræðiglósunum...hélt að ég hefði verið kannski svona 1 klukkutíma að því því þetta voru bara fyrstu 20 blaðsíðurnar en svo var ekki og á að auki 90 bls eftir að glósa og einnig eftir að lesa 100 bls í heftinu fagra, þannig að núna er ég skíthrædd um að vera að falla á tíma að læra fyrir þetta blessaða próf, vá hvað ég verð fegin á fimmtudag þegar það er búið!!! Hefði átt að vera löngu byrjuð á þessu en svona er það þegar maður er með gesti alla helgina og búin að vera að vesenast í flensu alla síðustu viku!! En ég held að ég reddi þessu nú samt...vona það ;)
Er brjáluð yfir því að það skuli vera búið að breyta prófatöflunni!! Þetta er bara ekki hægt að gera manni svona...að fara í próf tvo daga í röð og hafa erfiðasta prófið síðast!! Glatað dæmi! Það verður örugglega búið að leggja mig inn fyrir jól!! Jæja ætla ekki að vera að ergja ykkur með þessum blessaða prófkvíða mínum....