What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

fimmtudagur, október 13, 2005

Loksins...

Er þetta félagsfræðipróf búið! Veit ekkert hvernig mér gekk, kannski bara skítsæmilega! Ég og krossapróf erum nebbla ekkert svakalega góðir vinir þannig að við sjáum til hvernig fer...
Í dag ætla ég bara að liggja uppí rúmi og horfa á sjónvarpið...Í ALLAN DAG ætla sko ekki að hreyfa mig! Heilinn í manni er orðinn einn hrærigrautur eftir allan þennan lærdóm og þarf á því að halda að horfa á eitthvað skemmtó ;)
Já eins og þið sáuð þá fengum við smá kroppasýningu í anatómíu-tíma í gær ;) Ekki var það nú verra, en hann Kristján Ársælsson var fenginn til að koma og dilla rassinum framan í okkur ;) Djöfuls vöðva er maðurinn með...ert ekki að grínast!

Dúnnulíus out...