What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

laugardagur, október 08, 2005

Laugardagur til félagsfræðilesturs...

Jæja ég er sem betur fer orðin hress aftur, bara með smá nebbakvef ennþá. Þoli ekki svona flensur, lá eins og dauð uppí rúminu alla vikuna, thank god fyrir bíórásina, hún bjargaði mér alveg! Núna er maður síðan bara kominn geðveikt eftirá í skólanum og félagsfræðipróf framundan!!
Litla daman hún Edith átti afmæli á miðvikudaginn, til hamingju með það dúllan mín ;) Alltaf gaman að verða 18 ára!!
Mamma er í heimsókn núna yfir helgina, ægilega gott að hafa hana, búin að éta á mig gat! Þessi laugardagur hefur síðan farið í lestur. Félagsfræðiheftin fögru!! Búin að sofna að minnsta kosti 3 sinnum yfir þessu!
Annars er ekkert mikið að frétta af mér svo sem...bara same old same old...langar að hitta fólk...fara á djammið...