What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

fimmtudagur, október 20, 2005

Ein leiðinlegasta vika lífs míns...

Æji já eins gott að þessi vika sé að verða búin, vona að svona vika komi ekki aftur í bráð! Ég er ekki ennþá komin upp úr svartholinu en er samt að reyna og takmarkið er að vera komin upp úr því eftir helgina!
En samt tvær gleðifréttir í skugga vondu vikunnar! Ég er að fara á tónleika með Sigurrós VEI :) og fékk óvænt pakkann minn frá Amazon sem átti ekki að koma fyrren eftir 2-3 vikur!!! Verst að ég hef engan tíma til að standa í því að lesa þessar bækur og horfa á alla þessa þætti...ussuss...þetta átti að vera smá jólaglaðningur fyrir mig til að gleðjast yfir eftir prófin...sjáum nú til hvað það endist....