What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

þriðjudagur, september 13, 2005

Læri læri læri...

Mæ god! Það er svo mikið að læra að maður kemst ekkert yfir þetta!! En maður fer nú að komast yfir þessa byrjendaörðugleika!! Svo erfitt að setjast allt í einu niður og einbeita sér!!
Annars er það að frétta að á föstudaginn fór mín bara út á bílasölu og keypti sér eitt stykki toyota yaris :) Alveg yndislegur bíll...ekkert smá mikill munur að vera á bíl en ekki að þurfa að sitja í strætó með hundrað manns!! Náði því miður ekki að fara í hjúkkuvísindaferðina vegna bílakaupana en æji það verður að hafa það! Fer bara næst ;) Öll helgin fór síðan bara í lærdóm, pæliði að ég sat hér ein heima á laugardagskvöldi að lesa í FÉLAGSFRÆÐI á meðan allir aðrir voru úti að skemmta sér!! Svona er ég dugleg! Reyndar fór ég síðan á næturvakt á Eir og eyddi henni allri einnig í lærdóm þannig að ég gat slappað aðeins af á sunnudaginn og ég og Tommi tókum íbúðina í gegn og breyttum ýmsu eins og við vildum hafa það :)
Fór í gærkvöldi í skemmtilegasta tíma ever í world class! Það var palladanstími sem kallast step fusion og það var bara púl og ótrúlega skemmtilegt! Svona blanda af palla eróbikk og dansi, þvílíkt stuð!! Var reyndar svo sniðug að skella mér í spinning á undan því ég hélt að þetta step fusion væri ekkert svo erfitt en það var víst vitleysa!! Þannig að það var bara tvöföld brennsla hjá mér í gær og ekki er það nú verra;)
Hmm...já...annars bara...langar mig nú að fara að hitta eitthvað fólk! Hvernig væri að hringja í mann annars lagið og biðja mann að koma út á kaffihús eða eitthvað...ha???? Svo auglýsi ég einnig hérmeð eftir e-h til að gera eitthvað skemmtilegt með mér á laugardagskvöldið!! Vá hvað ég er lummó að auglýsa eftir vinum á netinu haha...en svona er þetta....allir svo uppteknir eða ég svo upptekin...