What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

föstudagur, september 16, 2005

Föstudagsrigningin ógurlega!!

Eruð þið ekki að djóka í þessari ringningu, við eigum eftir að drukna ef þetta heldur svona áfram!! Föstudagur föstudagur og ég hef ekkert að gera! Nenni ekki alveg að fara að læra..langar að gera eitthvað skemmtilegt! Er búin að komast að því að allir eru e-h staðar að gera eitthvað! Er ekki enn búin að fá einhvern til að djamma með mér annað kvöld!! Halló ég ætla ekki að sitja ein og drekka alla kokteilana mína!! Plííís come out come our where ever you are og leiktu við mig plíííis! Ætla ekki að leggjast í félagsfræðilestur aðra helgina í röð takk fyrir!! Edda og Sprelli eru núna á leiðinni á ísó ohh hvað ég væri nú til í að fara þangað akkurat núna, liggja í góða sófanum mínum, fá mömmumat og slappa af! Ísafjörður er greinilega staðurinn um helgina sko! Ætlaði að plata Aldísi með mér út en nei hún er líka að fara á ísafjörð!! En ég ætla nú samt ekkert að kvarta, treð mér bara með Tommalingnum sem er víst að fara á gelluveiðar ;)
Hmm...já er að spá í að fara í Dirty dancing tíma í WC á eftir, það verður áhugavert!!