What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

föstudagur, september 23, 2005

Badabadabúmm....

Já ég er búin að vera löt að blogga, líf mitt er ekki beint spennandi þessa dagana og þið mynduð ekkert vilja heyra um það frekar...læra læra læra læra læra...úff...en þetta er allt að lagast, er að ná því að lesa allt á ensku...orðin miklu fljótari og svo er mér farið að finnast þetta nokkuð skemmtilegt :) Sérstaklega í efnafræði þar sem ég lærði þetta allt í síðasta áfanganum í menntó ;) Hefði ég átt að fara frekar í efnafræði?? Það er stóra spurningin...eða líffræði...hmm já kannski ég hugsi allavega um að reyna þennan klásus fyrst og ef það gengur ekki þá kemur hitt vel til greina!
Jamm og jæja, sit hér og klukkan er 2 um nótt! Ég á að vera löngu farin að sofa, bara get ekki sofnað! Búin að vera að missa mig yfir því hérna síðasta klukkutímann að hlusta á símahrekki á fm957 hérna á netinu hehe ansi skondið!! Það er nebbla mál með vöxtum að ég vakti til 3 síðustu nótt þar sem ég gat ekki slitið mig frá Sex & the city og varð bara að horfa á þetta...það leiddi til þess að ég svaf til 13 í dag og já jú know the rest!! Ég sem á að vakna snemma í fyrramálið! Það er bara að maður gerir ekkert annað en að læra og læra og hefur engan tíma í neitt annað...þá neyðist maður til að horfa á sjónvarpið á nóttunni!!

Hmm já vel á minnst það er eitthvað klukk í gangi...og ég varð víst fyrir barðinu á því þannig að gerðu svo vel Steinunn....

1. Ég er ekkert smá óþolinmóð sérstaklega þegar ég er að BÍÐA eftir fólki
2. Ég er með alveg ægilega fullkomnunaráráttu í sambandi við ýmsa hluti, svo sem glósur, raða fötum í skápa, þegar ég drullast til að þrífa þá verður það að vera fullkomið og helst sótthreinsað og svo ef ég kemst í að sortera það sem ég get...
3. Ég bít á mér neglurnar, það er hræðilegt!
4. Ég borða hafragraut eða réttara sagt haframjöl, kaldan, hráan með mjólk útá í morgunmat.
5. Ég elska klassíska tónlist og karlakóra :)

jæja kannski að það sé best að reyna að halla sér og dreyma eitthvað spennandi! Dreymdi reyndar mjög skemmtilegan draum í morgun...ég var að taka þátt í fegurðarsamkeppni og var með hanakamb og var að reyna að troða mér í einhverjar sokkabuxur sem voru of litlar á mig því að það átti að labba fram svona tískusýningarpall og rífa af sér fötin og vera í nærfötum einum fata!! Ég nottla reif sokkabuxurnar á endanum og endaði með því að labba með bert krumpað rassgatið fram á pallinn og datt í þokkabót! Veit ekki hvernig mér detta svona hlutir í hug...svo allt í einu var ég föst ég leðju upp að mitti og komst ekki úr henni og það var fyrir framan apótekið á ísafirði og allir voru að hlæja að mér og enginn kom og hjálpaði mér...hehe veit ekki afhverju ég er að deila þessu með ykkur....totally useless information...! En eitthvað verður maður að skrifa um....

Hey já og ég klukka: Brynju Maríu, Sollu, Edith og Aldísi G