What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

föstudagur, september 30, 2005

What a day for a daydream....

Ahhh ég er svoooo löt! Nennti alveg ómögulega í skólann í dag og lá því bara í rúminu mínu undir sæng og er að skríða framúr núna klukkan 3! Ætlaði að gera svo mikið í dag eeen þá má alltaf gera það seinna ;) Ætla bara að hanga hérna heima og reyna að þrífa eitthvað! Og kannski baka eitthvað mmm :) Svo er það nóttla lærdómurinn, verst að það er einhver píanólærlingur að gera mig klikkaða sem á heima hérna fyrir ofan! Það er annaðhvort einhver með einhverja púka í píanótíma allan daginn eða þá einhver sem er að æfa sig á sama laginu ALLAN daginn. Þannig að þegar ég fer fram úr glymur "allt í grænum sjó" og "karíus og baktus" hér um alla íbúð og einnig þegar ég fer að sofa!! Ég fer að fara að ganga með eyrnatappa hérna heima! E & E skruppu enn og aftur á ísó þannig að ég get ekkert leikið við þau um helgina! Ég sem ætlaði að dobbla Edith til að fara með mér í dirty dancing tíma þar sem Páll Óskar á að vera dj-ast og læti!
Ó mæ god! Píanó"snillingurinn" er byrjaður aftur...hvers þarf maður að gjalda...god! Fæ engan frið! Ætla að setja í mig eyrnatappa þannig að ef ég svara ekki símanum þá vitiði afhverju! Annars hringir enginn í mig nema Gallup hringir allavega svona 2 á dag! Hvað er málið! Þeir eru búnir að hringja núna 2-3 á dag í heila viku og auðvitað svara ég ekki því ég þekki númerið! Held að þessir hálfvitar þarna ættu að vera búnir að fatta það að ég ætla ekki að svara! Samt er hringt og hringt! Dísöss! Jæja ætla að fara að baka....

miðvikudagur, september 28, 2005

Ella Jeanne sykurpúði ;)


Hver er rúsína!! Ohh Ella er orðin svo stór! Hún var svo pínkupons þegar ég sá hana síðast! Sakna hennar alveg óendanlega mikið! Ef þið kíkið inn á síðuna hennar á barnalandi-linkurinn hér til hliðar- þá er mamma hennar búin að setja nokkur myndbönd af henni inná, það er svo gaman að sjá þetta hún Ella er svo mikill sprellari ;) Posted by Picasa

mhmm...

Ahh slappi af kvöld í kvöld...félagsfræðin getur beðið til morgundagsins! Gerði mína fyrstu tilraun til að elda grjónagraut í kvöld og tókst það afbragðsvel þó að ég sjálf segi frá :) Ekki mikið að gerast þessa dagana...lífið voða rólegt hér á Barðastöðum! Hef komist að því að ég horfi bara á sjónvarpið á miðvikudögum...skondið! Vildi að ég ætti pening...þá myndi ég kaupa mér föt og skó og fara í klippingu, kaupa mér ljósakort...og ég gæti haldið áfram...djöfull er erfitt að vera fátækur námsmaður! Er búin að ákveða að hætta að kaupa nammi og svoleiss óhollt, þá get ég kannski keypt mér eitthvað fallegt í staðinn, fór að taka það saman hvað öll þessi óhollasta mín yfir mánuðinn hafði kostað mig og já...ekki fallegt! Núna fæ ég mér bara nammi ef einhver býður mér það, þannig að endilega komið í heimsókn á hverjum degi hehe ;)
Enn ein vinnuhelgin framundan, ég er alveg kreisí í því, leyfi mér ekki að slappa af eins og sumir...haaa!! Held að það sé eitthvað drulluveður á leiðinni, finn það á mér, þetta skítaveður sem er búið að vera fyrir vestan hlýtur að vera á leiðinni! Allavega snjóaði áðan þegar ég var að reyna að álpast út úr bílnum með 3 töskur og 3 innkaupapoka! Jæja held að það sé kominn tími á að taka úr þvottavélinni! Mín svo ægilega mikil húsmóðir ;)

föstudagur, september 23, 2005

Badabadabúmm....

Já ég er búin að vera löt að blogga, líf mitt er ekki beint spennandi þessa dagana og þið mynduð ekkert vilja heyra um það frekar...læra læra læra læra læra...úff...en þetta er allt að lagast, er að ná því að lesa allt á ensku...orðin miklu fljótari og svo er mér farið að finnast þetta nokkuð skemmtilegt :) Sérstaklega í efnafræði þar sem ég lærði þetta allt í síðasta áfanganum í menntó ;) Hefði ég átt að fara frekar í efnafræði?? Það er stóra spurningin...eða líffræði...hmm já kannski ég hugsi allavega um að reyna þennan klásus fyrst og ef það gengur ekki þá kemur hitt vel til greina!
Jamm og jæja, sit hér og klukkan er 2 um nótt! Ég á að vera löngu farin að sofa, bara get ekki sofnað! Búin að vera að missa mig yfir því hérna síðasta klukkutímann að hlusta á símahrekki á fm957 hérna á netinu hehe ansi skondið!! Það er nebbla mál með vöxtum að ég vakti til 3 síðustu nótt þar sem ég gat ekki slitið mig frá Sex & the city og varð bara að horfa á þetta...það leiddi til þess að ég svaf til 13 í dag og já jú know the rest!! Ég sem á að vakna snemma í fyrramálið! Það er bara að maður gerir ekkert annað en að læra og læra og hefur engan tíma í neitt annað...þá neyðist maður til að horfa á sjónvarpið á nóttunni!!

Hmm já vel á minnst það er eitthvað klukk í gangi...og ég varð víst fyrir barðinu á því þannig að gerðu svo vel Steinunn....

1. Ég er ekkert smá óþolinmóð sérstaklega þegar ég er að BÍÐA eftir fólki
2. Ég er með alveg ægilega fullkomnunaráráttu í sambandi við ýmsa hluti, svo sem glósur, raða fötum í skápa, þegar ég drullast til að þrífa þá verður það að vera fullkomið og helst sótthreinsað og svo ef ég kemst í að sortera það sem ég get...
3. Ég bít á mér neglurnar, það er hræðilegt!
4. Ég borða hafragraut eða réttara sagt haframjöl, kaldan, hráan með mjólk útá í morgunmat.
5. Ég elska klassíska tónlist og karlakóra :)

jæja kannski að það sé best að reyna að halla sér og dreyma eitthvað spennandi! Dreymdi reyndar mjög skemmtilegan draum í morgun...ég var að taka þátt í fegurðarsamkeppni og var með hanakamb og var að reyna að troða mér í einhverjar sokkabuxur sem voru of litlar á mig því að það átti að labba fram svona tískusýningarpall og rífa af sér fötin og vera í nærfötum einum fata!! Ég nottla reif sokkabuxurnar á endanum og endaði með því að labba með bert krumpað rassgatið fram á pallinn og datt í þokkabót! Veit ekki hvernig mér detta svona hlutir í hug...svo allt í einu var ég föst ég leðju upp að mitti og komst ekki úr henni og það var fyrir framan apótekið á ísafirði og allir voru að hlæja að mér og enginn kom og hjálpaði mér...hehe veit ekki afhverju ég er að deila þessu með ykkur....totally useless information...! En eitthvað verður maður að skrifa um....

Hey já og ég klukka: Brynju Maríu, Sollu, Edith og Aldísi G

föstudagur, september 16, 2005

Föstudagsrigningin ógurlega!!

Eruð þið ekki að djóka í þessari ringningu, við eigum eftir að drukna ef þetta heldur svona áfram!! Föstudagur föstudagur og ég hef ekkert að gera! Nenni ekki alveg að fara að læra..langar að gera eitthvað skemmtilegt! Er búin að komast að því að allir eru e-h staðar að gera eitthvað! Er ekki enn búin að fá einhvern til að djamma með mér annað kvöld!! Halló ég ætla ekki að sitja ein og drekka alla kokteilana mína!! Plííís come out come our where ever you are og leiktu við mig plíííis! Ætla ekki að leggjast í félagsfræðilestur aðra helgina í röð takk fyrir!! Edda og Sprelli eru núna á leiðinni á ísó ohh hvað ég væri nú til í að fara þangað akkurat núna, liggja í góða sófanum mínum, fá mömmumat og slappa af! Ísafjörður er greinilega staðurinn um helgina sko! Ætlaði að plata Aldísi með mér út en nei hún er líka að fara á ísafjörð!! En ég ætla nú samt ekkert að kvarta, treð mér bara með Tommalingnum sem er víst að fara á gelluveiðar ;)
Hmm...já er að spá í að fara í Dirty dancing tíma í WC á eftir, það verður áhugavert!!

þriðjudagur, september 13, 2005

Læri læri læri...

Mæ god! Það er svo mikið að læra að maður kemst ekkert yfir þetta!! En maður fer nú að komast yfir þessa byrjendaörðugleika!! Svo erfitt að setjast allt í einu niður og einbeita sér!!
Annars er það að frétta að á föstudaginn fór mín bara út á bílasölu og keypti sér eitt stykki toyota yaris :) Alveg yndislegur bíll...ekkert smá mikill munur að vera á bíl en ekki að þurfa að sitja í strætó með hundrað manns!! Náði því miður ekki að fara í hjúkkuvísindaferðina vegna bílakaupana en æji það verður að hafa það! Fer bara næst ;) Öll helgin fór síðan bara í lærdóm, pæliði að ég sat hér ein heima á laugardagskvöldi að lesa í FÉLAGSFRÆÐI á meðan allir aðrir voru úti að skemmta sér!! Svona er ég dugleg! Reyndar fór ég síðan á næturvakt á Eir og eyddi henni allri einnig í lærdóm þannig að ég gat slappað aðeins af á sunnudaginn og ég og Tommi tókum íbúðina í gegn og breyttum ýmsu eins og við vildum hafa það :)
Fór í gærkvöldi í skemmtilegasta tíma ever í world class! Það var palladanstími sem kallast step fusion og það var bara púl og ótrúlega skemmtilegt! Svona blanda af palla eróbikk og dansi, þvílíkt stuð!! Var reyndar svo sniðug að skella mér í spinning á undan því ég hélt að þetta step fusion væri ekkert svo erfitt en það var víst vitleysa!! Þannig að það var bara tvöföld brennsla hjá mér í gær og ekki er það nú verra;)
Hmm...já...annars bara...langar mig nú að fara að hitta eitthvað fólk! Hvernig væri að hringja í mann annars lagið og biðja mann að koma út á kaffihús eða eitthvað...ha???? Svo auglýsi ég einnig hérmeð eftir e-h til að gera eitthvað skemmtilegt með mér á laugardagskvöldið!! Vá hvað ég er lummó að auglýsa eftir vinum á netinu haha...en svona er þetta....allir svo uppteknir eða ég svo upptekin...

föstudagur, september 09, 2005

Bissí bissí...

Jæja kannski kominn tími á nokkrar línur?? Maður er svoleiðis búinn að vera á kafi alla síðustu viku! Skólinn byrjaður, þvílík viðbrigði að vera allt í einu byrjaður í skóla og á að fara að læra og lesa og allt...Síðan erum ég og Tommi nú orðin ein á heimilinu. Gamla settið farið til Spánar í blíðuna! Allt að gerast...hjúkkuvísindaferð í kvöld...og ég á leiðinni að fjárfesta í yaris og bara...já...verð eila bara að fara að sinna þessu öllu....segi betur frá seinna...!!

fimmtudagur, september 01, 2005

22

Ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag....vei :)