What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

mánudagur, ágúst 08, 2005

Tommalingurinn á leiðinni heim...

Jæja þá kemur Tommi litli heim í kveld og sæludagar mínir að vera ein í herbergi búnir!! Neinei segi svona, það verður voða gott að fá drenginn heim, mér leiðist svo hryllilega mikið!!
Annars er maður bara í vinnunni eins og venjulega, það var nú voða gott að vera í fríi um helgina og núna einungis 15 vaktir eftir fram að skólanum! Get ekki beðið eftir að byrja að læra og fara í próf og gera ritgerðir...hélt að ég myndi aldrei segja þetta en það er satt!! Hella mér í lærdóm!
Mér finnst svindl að ég sé alltaf að vinna á þriðjudagskvöldum því þá kemst ég aldrei í kickboxið! Hef bara komist einu sinni í þessum mánuði, annars alltaf verið að vinna! Þetta hljóta að vera einhver álög!