What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Svefnsýki eða svefnleysi????

Það er nú stóra spurningin! Núna er ég eiginlega búin að vaka í sólarhring eða meira!! Síðustu nótt gat ég ekki sofið eina einustu mínútu alveg sama hvað ég reyndi!! Þegar klukkan sló 06:00 fékk ég nóg og dreif mig bara í ræktina! Fór síðan á morgunvakt. Held að ég sé búin að vera með svefngalsa í allan dag. Núna er svo komið að því að ég er orðin þreytt, bið til guðs að ég sofni núna, þoli ekki að vera andvaka!!
Edith er formlega flutt í bæinn, mikið er ég fegin :) Íbúðin þeirra skötuhjúa er alveg ótrúlega krúttípúttí ég er bara ógeðslega abbó!! Finnst svo fyndið að litla systir mín er á undan mér í öllu. Farin að búa með kærastanum, búin að kaupa bíl...og ég á ekki neitt nema sjálfa mig og bý hjá ömmu og afa! Ég sem á að heita elsta systkynið!