What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

mánudagur, ágúst 29, 2005

Ooog bara einn dagur enn...

Á morgun er "síðasta" vaktin mín í vinnunni af sumarvinnunni. Held reyndar áfram að vinna á Eir með skólanum, reyndar alveg allar helgar í september! Ég er svo peningagráðug, eða kannski bara hrædd um að verða gjaldþrota í vetur! Skrítið að fara að byrja í skólanum, hlakka voða mikið til. Á miðvikudag og fimmtudag verða kynningardagar og svo er fyrsti skóladagurinn á föstudaginn.
Mér er búið að leiðast eitthvað svo ógurlega undanfarna daga :( Allir einhversstaðar, á Ísafirði eða í skólanum eða bara langt í burtu og ég á engum bíl! En þetta fer allt að lagast vona ég :) Vantar að fá að vita hvar sé hægt að kaupa notuð dekk undir glæsikerruna hennar mömmu, daihatzu feroza!! Ef einhver veit um svoleiðis til sölu þá endilega hafðu samband! Höldum nebbla að bíllinn komist ekki í gegnum skoðun á þessum dekkjum, alveg handónýt! Og ef Dúnna fær engin dekk þá verður enginn bíll og þá fer Dúnna að gráta!!!!
Jæja er að spá í að leggja mig...fyrst að ég hef nú ekkert að gera og á meðan ég hef tækifæri til þess áður en skólinn byrjar!!