What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Kick, Kick, Kick...

Vá hvað kickbox er skemmtilegt, love it!! Vildi bara að einhver nennti að fara með mér í þetta, auglýsi hér eftir æfingafélaga í world class! Lofa hörkupúli!
Síðasti venjulegi dagurinn í vinnunni búinn og nú bíð ég spennt eftir að hitta samnemendur mína í hjúkkunní á morgun :)
Ég hef heyrt frá Tomma bró og öðrum að ég sé síkvartandi! Er þetta satt? Hann segir að ég væli endalaust um hluti og sé aldrei ánægð með neitt! Þetta er nú ekki satt, ég er kannski smá nöldrari en ég ætla að bæta mig núna, ætla að hætta nöldri og vera bara hamingjusöm :) Skal lofa að vera skemmtileg systir, dóttir og vinkona því ég veit að ég hef ekki verið það undanfarið! En hey ég get breyst og ætla mér það :)