What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Helgin hvarf...

Eins og dögg fyrir sólu. Djöfull sé ég eftir því að hafa ekki farið til Eyja! Svona er maður nú vitlaus. Í staðinn hékk ég hér í vinnunni, voða kúl! Kíkti síðan á djammið með henni Brynju á laugardagskvöldið eftir vinnu og skulum við segja að það hafi verið mjöög skrautlegt og látum þar við sitja ;) Fór að telja vaktirnar sem ég er á og komst að því að ég er að vinna 16 vaktir í röð non-stop, ég held að ég sé orðin eitthvað biluð! Annars er ekkert að frétta, hlakka bara til að Edith flytji í bæinn og að skólinn fari að byrja.