Helgin hvarf...
Eins og dögg fyrir sólu. Djöfull sé ég eftir því að hafa ekki farið til Eyja! Svona er maður nú vitlaus. Í staðinn hékk ég hér í vinnunni, voða kúl! Kíkti síðan á djammið með henni Brynju á laugardagskvöldið eftir vinnu og skulum við segja að það hafi verið mjöög skrautlegt og látum þar við sitja ;) Fór að telja vaktirnar sem ég er á og komst að því að ég er að vinna 16 vaktir í röð non-stop, ég held að ég sé orðin eitthvað biluð! Annars er ekkert að frétta, hlakka bara til að Edith flytji í bæinn og að skólinn fari að byrja.
<< Home