What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Flutningar....

Jamm og jæja, búin að vera að hjálpa Edith að flytja í dag, voða gaman. Setja saman kommóðu og skrifborð og svoleiðis. Svo var farið í ikea og rúmfatalagerinn og allt þetta til að kaupa í búið. Ohh ég er alveg græn af öfund. Hélt fyrir augun í ikea svo að ég færi ekki að grenja! Væri svo til í að fara í mína eigin íbúð og versla fullt af dóti í hana...ohh vildi líka að ég væri að flytja með einhverjum í hana....
Svo var nottla farið á McDonalds því það er uppáhald í familíunni og ég lét freistast í eitt stykki hamborgara og franskar!! Fékk svo mikið samviskubit að ég eyddi 2klst í ræktinni rétt áðan! Ahh vona að ég hafi náð öllum frönskunum af rassinum ;) Skellti mér síðan í freyðibað til að halda upp á hvað ég var dugleg í ræktinni! Svona dekrar maður við sjálfan sig!