What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Enn eitt vinnubloggið!

Æji já, voðalegt sem manni leiðist í vinnunni! Svaf bara í mesta lagi 3 tíma í dag eftir næturvaktina, kíkti aðeins á hlaupabrettið og fór svo að vinna klukkan 3! Það er naumast hvað maður lætur sig hafa þetta að hanga alltaf hérna! Dauðöfunda Tomma og mömmu að vera í Danmörku að spóka sig með ömmu og afa og versla á Strikinu! Pantaði mér loksins tíma í klippingu í dag þannig að vonandi verð ég komin með skvísuhár á morgun, er farin að finnast ég vera orðin gráhærð og mygluð!!
Langar svo ótrúlega að vita hvort að það séu einhverjir sem ég þekki að fara í hjúkrunina í haust eins og ég, ef þið vitið um einhvern endilega látið mig vita svo að ég viti að ég sé ekki ein í þessu...

Jæja, verkin kalla....