What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Kick, Kick, Kick...

Vá hvað kickbox er skemmtilegt, love it!! Vildi bara að einhver nennti að fara með mér í þetta, auglýsi hér eftir æfingafélaga í world class! Lofa hörkupúli!
Síðasti venjulegi dagurinn í vinnunni búinn og nú bíð ég spennt eftir að hitta samnemendur mína í hjúkkunní á morgun :)
Ég hef heyrt frá Tomma bró og öðrum að ég sé síkvartandi! Er þetta satt? Hann segir að ég væli endalaust um hluti og sé aldrei ánægð með neitt! Þetta er nú ekki satt, ég er kannski smá nöldrari en ég ætla að bæta mig núna, ætla að hætta nöldri og vera bara hamingjusöm :) Skal lofa að vera skemmtileg systir, dóttir og vinkona því ég veit að ég hef ekki verið það undanfarið! En hey ég get breyst og ætla mér það :)

mánudagur, ágúst 29, 2005

Ooog bara einn dagur enn...

Á morgun er "síðasta" vaktin mín í vinnunni af sumarvinnunni. Held reyndar áfram að vinna á Eir með skólanum, reyndar alveg allar helgar í september! Ég er svo peningagráðug, eða kannski bara hrædd um að verða gjaldþrota í vetur! Skrítið að fara að byrja í skólanum, hlakka voða mikið til. Á miðvikudag og fimmtudag verða kynningardagar og svo er fyrsti skóladagurinn á föstudaginn.
Mér er búið að leiðast eitthvað svo ógurlega undanfarna daga :( Allir einhversstaðar, á Ísafirði eða í skólanum eða bara langt í burtu og ég á engum bíl! En þetta fer allt að lagast vona ég :) Vantar að fá að vita hvar sé hægt að kaupa notuð dekk undir glæsikerruna hennar mömmu, daihatzu feroza!! Ef einhver veit um svoleiðis til sölu þá endilega hafðu samband! Höldum nebbla að bíllinn komist ekki í gegnum skoðun á þessum dekkjum, alveg handónýt! Og ef Dúnna fær engin dekk þá verður enginn bíll og þá fer Dúnna að gráta!!!!
Jæja er að spá í að leggja mig...fyrst að ég hef nú ekkert að gera og á meðan ég hef tækifæri til þess áður en skólinn byrjar!!

laugardagur, ágúst 27, 2005

Sprikl og svefnörðugleikar!

Kominn laugardagur enn á ný, ótrúlegt hvað tíminn flýgur áfram. Skólinn byrjar eftir 4 daga og ég verð húsmóðir á ný eftir 12 daga! Dreif mig loksins aftur í ræktina eftir vikupásu, það er ótrúlegt hvað maður verður háður þessu og ég fattaði að pirrelsi fyrr í vikunni stafaði af því að ég var ekkert búin að hreyfa mig! Tók þetta bara með trompi og skellti mér í kickbox á fimmtudaginn og er enn að væla yfir harðsperrum í bingóinu og ástarhöldunum ;)
Ég er bara ein heima núna, Tommi á Akureyri að keppa í fótbolta. Er að fara á fjórðu næturvaktina í röð í nótt, varla að ég nenni því! Hef ekkert getað sofið eins og ég geri venjulega eftir næturvaktir, hef vaknað síðustu tvo daga klukkan hálf 1 sem þýðir að ég hafi bara sofið í 4 tíma!! Kannski er þetta bara líkaminn að reyna að varna því að ég fari að snúa sólarhringnum við svona rétt áður en skólinn byrjar ;) Skötuhjúin skruppu til Ísafjarðar um helgina þannig að ég fékk kaggann lánaðan á meðan því ég er svo góð systir, vá hvað það er þægilegt að vera á bíl!!!
Lenti í strætómartröð um daginn sem mig langar ekki að endurtaka! Það tók mig 5 tíma að fara smá í ræktina, það er ekki eðlilegt og svo endaði ég með því að labba hálfa leiðina í vinnunna líka og komst ekkert heim áður en ég átti að fara á næturvakt! Ég hata strætó, langar aldrei að taka hann aftur!

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Þreytan læðist að manni...

Enda er manni svoleiðis tuskað til hérna í vinnunni. Var að vinna í dag, síðasti dagurinn hennar Steinunnar voða gaman, hún kom með osta og nammi og mmm...Síðan þegar ég kom heim ákvað ég nú að leggja mig aðeins og setja sex & the city í tækið þegar ég er skyndilega vakin upp af værum svefni og beðin um að koma á næturvakt seinna um kvöldið! Ég er nottla svo góð að ég sagði já og fæ þess vegna að sleppa morgunvaktinni minni á morgun þannig að þetta er alveg þess virði ;) Er búin að taka að mér svo margar aukavaktir núna í mánuðinum að ég veit ekki alveg hvað ég er að spá! Skólinn að byrja eftir akkurat viku og ég vinn eins og skepna þangað til! Enda er maður ekki búinn að vera sparsamur í sumar og er ég að brenna mig á því núna! Fjandans peningar! Fékk þá yndislegu tilkynningu í dag að ástkær móðir mín ætlar að leyfa okkur Tomma að hafa bílinn í vetur, það bjargar öllu! Það er ekki hægt að vera bíllaus í Rkv, sérstaklega þegar maður á heima lengst útí Korpúlfsstaðarassgati!
Annars er nú ekkert merkilegt að frétta af mér svo sem...Fór í bíó með Steinunni á þriðjudaginn á The Island sem var fínasta afþreying ;) Er búin að vera svo löt að ég hef ekkert farið í ræktina í heila viku! Það er svakalegt ég finn alveg bætast á bumbuna mína! Ég kenni óförum helgarinnar um, helvítis brennivín! Hmm...ætli þetta sé ekki bara gott í bili, fæ að fara heim að sofa eftir smá og get sko alveg leyft mér að sofa til 5 eða 6 ahhh...síðan eru það bara næstu 3 næturvaktir í röð með Láru frænku ;)

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Hey hó...

Ég er ekki lengur í vondu skapi...ætlaði bara að láta vita...

Ella gella :)


Algjör fyrirsæta :) Posted by Picasa

Hver er sætust :) Posted by Picasa

Hvað get ég gert...

Ohh ég er svo þunn og pirruð og langar bara að berja eitthvað og kræst!! Það er mánudagur og ég er ennþá þunn eftir menningarnótt! Átti minn versta þynnkudag ever í gær þar sem ég gjörsamlega lá í eigin ælu! Var líka alveg ferleg á laugardagskvöldið þar sem ég var orðin hress kl 21:00! Ég bið alla innilegrar afsökunar á hegðun minni, þetta er ekki hægt! Það hefur heldur enginn talað við mig síðan á laugardag, veit ekki hvað ég hef gert...Núna er ég komin í pásu og ætla að ganga í edrú-klúbbinn næsta mánuðinn!
Allir byrjaðir í skólanum, nema ég...og ég þarf að hanga í vinnunni fram í næstu viku...og síðan allar helgar í september! Fyrirgefðu þú sem þarft að lesa þetta...ætla ekki að skrifa meira þegar ég er í svona vondu skapi...

laugardagur, ágúst 20, 2005

Myndir Myndir...

Ég var að skoða myndavélina mína og fattaði að ég setti einungis helminginn af myndunum frá Canada inn á netið þannig að núna eru komnar fleiri krúsídúllumyndir af Ellu litlu sys á síðuna skoðið endilega - http://www.pbase.com/dunna/heimskn_til_ellu__halifax

Menningarnótt framundan...

Jæja þá verður sko djammað og djúsað í kveld :) Er síðustu daga búin að vera að hjálpa litla sykurpúðanum mínum henni Edith að flytja. Vorum í gærkvöldi að setja saman hillu og sjónvarpsskáp, ekkert smá duglegar! Það er orðið voða fínt í kotinu þeirra Edith og Erlings og í kvöld ætla ég að heiðra þau með að baka pizzu og blanda kokteila ;)

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Flutningar....

Jamm og jæja, búin að vera að hjálpa Edith að flytja í dag, voða gaman. Setja saman kommóðu og skrifborð og svoleiðis. Svo var farið í ikea og rúmfatalagerinn og allt þetta til að kaupa í búið. Ohh ég er alveg græn af öfund. Hélt fyrir augun í ikea svo að ég færi ekki að grenja! Væri svo til í að fara í mína eigin íbúð og versla fullt af dóti í hana...ohh vildi líka að ég væri að flytja með einhverjum í hana....
Svo var nottla farið á McDonalds því það er uppáhald í familíunni og ég lét freistast í eitt stykki hamborgara og franskar!! Fékk svo mikið samviskubit að ég eyddi 2klst í ræktinni rétt áðan! Ahh vona að ég hafi náð öllum frönskunum af rassinum ;) Skellti mér síðan í freyðibað til að halda upp á hvað ég var dugleg í ræktinni! Svona dekrar maður við sjálfan sig!

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Svefnsýki eða svefnleysi????

Það er nú stóra spurningin! Núna er ég eiginlega búin að vaka í sólarhring eða meira!! Síðustu nótt gat ég ekki sofið eina einustu mínútu alveg sama hvað ég reyndi!! Þegar klukkan sló 06:00 fékk ég nóg og dreif mig bara í ræktina! Fór síðan á morgunvakt. Held að ég sé búin að vera með svefngalsa í allan dag. Núna er svo komið að því að ég er orðin þreytt, bið til guðs að ég sofni núna, þoli ekki að vera andvaka!!
Edith er formlega flutt í bæinn, mikið er ég fegin :) Íbúðin þeirra skötuhjúa er alveg ótrúlega krúttípúttí ég er bara ógeðslega abbó!! Finnst svo fyndið að litla systir mín er á undan mér í öllu. Farin að búa með kærastanum, búin að kaupa bíl...og ég á ekki neitt nema sjálfa mig og bý hjá ömmu og afa! Ég sem á að heita elsta systkynið!

mánudagur, ágúst 15, 2005

Svefnsýki!!

Kræst, held að ég sé haldin ógurlegri svefnsýki, allavega geri ég ekkert nema að sofa og kannski horfa á sex and the city inn á milli! Svaf til korter í 7 í gær og til 6 í dag! Veit að ég var á næturvöktum en samt, öllu má nú ofgera! Nýjasta trixið mitt er sko að sofa með eyrnatappa og þá bara vakna ég ekki neitt og sef eins og lítið barn! Gæti alveg eins sofið í heilan sólarhring! Ég sem ætlaði að gera ýmislegt í dag...og núna er klukkan strax orðin hálf 8 og ég ekki einusinni búin að drullast í ræktina, fékk mér líka skúffuköku í morgunmat, þetta er nú meiri megrunin!!
Edith flytur loksins í bæinn á morgun, mikið verður gaman að fá hana, sérstaklega af því að ég þarf þá ekki lengur að splæsa 3000 kalli í leigubíl heim af djamminu...ahhh ;) Neinei segi svona...ég á samt örugglega eftir að ofsækja hana á hverjum degi og hanga yfir þeim skötuhjúum þangað til mér verður fleygt út!

Annað er að ég er mikið að velta fyrir mér að kaupa mér bíl...gula helvítið er bara ekki að gera það fyrir mig, auk þess að mér verður svo óglatt í hvert skipti sem ég þarf að ferðast með strætó! Þetta eru bara álög, mér líkar ílla við hann og þá gerir hann svona við mig á móti!! Ef einhver vill selja mér Yaris (helst rauðan) á góðu verði þá yrði ég alveg ótrúlega glöð og laus við flökurleika ;)
Hmm...á maður að reyna að fara að hreyfa á sér rassgatið...ahh...sé til..

laugardagur, ágúst 13, 2005

Pirrí pirrí pú!

Ég er með ó, ó í maganum, búin að liggja uppí rúmi í allan dag! Svaf til hálf 6 eftir næturvaktina þar sem ég var að drepast í maganum alla nóttina! Ætlaði að gera fullt af merkilegum hlutum í dag, fara í bæinn og í ræktina en nei, ég hef ekki hreyft mig úr rúminu í allan dag og allt kvöld og svo neyðist maður víst til að fara á næturvakt aftur! Hef ekki efni á því að vera veik!

Afhverju eru íslenskir karlmenn svona miklar karlrembur? Afhverju er manni aldrei boðið á deit hérna? Mig langar svo að fara á alvöru deit! Ekki eitthvað endalaust slísí one night stand eins og tíðkast hér á landi! Kannski er ég bara búin að horfa of mikið á Sex & the city en samt djöfull vildi ég að þetta væri svona hér!! Bara pæling...

Eg sakna Ellu svo mikid...litla rusinan! Komin nokkur myndb�nd inna siduna hennar, ekkert sma kruttlegt! Posted by Picasa

föstudagur, ágúst 12, 2005

Letidagur Dúnnu 2005

Kræst hvað ég er þreytt! Endalaust þreytt, veit ekki hvað þetta er! Var á næturvakt í nótt og hef sjaldan upplifað jafn leiðinlega vakt! Ég sem var í mestu makindum að reyna að horfa á sex & the city, gat rétt svo horft á tvo þætti...á 8 tíma vakt!! Síðan þurfti ég að rífa mig upp og fara að sækja mömmu á Keflavíkurflugvöll og þaðtók tímana tvo því að umferðin var hræðilega hægfara og þar að auki svo heitt inni í bílnum að það var ekki verandi þar inni! Þegar ég kom heim, lagði ég mig aftur og núna er klukkan að verða hálf 10 á föstudagskvöldi og ég ligg undir sæng í náttfötunum, haldiði að það sé! Sannkallað letilíf! Vinna eftir einn og hálfan tíma aftur...

Talandi um álög í síðustu færslu þá ætlaði ég í gær loksins að fara í brennslukickbox þar sem ég var ekki að vinna en hvað haldiði? Þá er tímanum aflýst, djöfulsins!"!#$#$

Þetta er nú meira kvartið í mér! Þannig að ég get alveg bætt einu enn við!! Mig langar í kærasta búhúhúhú...afhverju eiga allir kærasta og ég engan...það er svindl! Farin að halda að ég verði piparjúnka, ein og yfirgefin...

Jæja ok ekki meira væl...

mánudagur, ágúst 08, 2005

Tommalingurinn á leiðinni heim...

Jæja þá kemur Tommi litli heim í kveld og sæludagar mínir að vera ein í herbergi búnir!! Neinei segi svona, það verður voða gott að fá drenginn heim, mér leiðist svo hryllilega mikið!!
Annars er maður bara í vinnunni eins og venjulega, það var nú voða gott að vera í fríi um helgina og núna einungis 15 vaktir eftir fram að skólanum! Get ekki beðið eftir að byrja að læra og fara í próf og gera ritgerðir...hélt að ég myndi aldrei segja þetta en það er satt!! Hella mér í lærdóm!
Mér finnst svindl að ég sé alltaf að vinna á þriðjudagskvöldum því þá kemst ég aldrei í kickboxið! Hef bara komist einu sinni í þessum mánuði, annars alltaf verið að vinna! Þetta hljóta að vera einhver álög!

Djamm og djúserí...

Já það var mikið um það á helginni! Ekki laust við að maður sé smá slappur! Á föstudaginn kíkti ég út eftir kvöldvakt og fór í partý til Lilju og þar var fullt af skemmtilegu fólki. Þegar drykkirnir voru búnir fórum við niðrí bæ og dönsuðum. Þegar ég og Brynja vorum orðnar lúnar fórum við heim að kúra okkur og safna kröftum fyrir laugardagskvöldið.
Fór og kíkti á Gay Pride í bænum, skrúðgangan var snilld og bærinn svo troðinn að maður komst varla staðanna á milli. Síðan bauð ég Lilju og Jakobi í pizzu heim til mín og áttum von á fleirum en síðan breyttist planið og við fórum heim til Lilju þar sem við sátum og spjölluðum. Ég og Brynja héldum síðan áfram og kíktum til Evu í nýju íbúðina hennar og síðan fórum við í bæinn. Þar var djammað og djúsað fram á rauða nótt, mjöööög skemmtilegt ;)
Núna liggur maður bara undir sæng og býr sig undir fyrir næstu viku, næturvaktir í nánd!!

Vá Edith flytur eftir viku! Get ekki beðið!

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Enn eitt vinnubloggið!

Æji já, voðalegt sem manni leiðist í vinnunni! Svaf bara í mesta lagi 3 tíma í dag eftir næturvaktina, kíkti aðeins á hlaupabrettið og fór svo að vinna klukkan 3! Það er naumast hvað maður lætur sig hafa þetta að hanga alltaf hérna! Dauðöfunda Tomma og mömmu að vera í Danmörku að spóka sig með ömmu og afa og versla á Strikinu! Pantaði mér loksins tíma í klippingu í dag þannig að vonandi verð ég komin með skvísuhár á morgun, er farin að finnast ég vera orðin gráhærð og mygluð!!
Langar svo ótrúlega að vita hvort að það séu einhverjir sem ég þekki að fara í hjúkrunina í haust eins og ég, ef þið vitið um einhvern endilega látið mig vita svo að ég viti að ég sé ekki ein í þessu...

Jæja, verkin kalla....

Helgin hvarf...

Eins og dögg fyrir sólu. Djöfull sé ég eftir því að hafa ekki farið til Eyja! Svona er maður nú vitlaus. Í staðinn hékk ég hér í vinnunni, voða kúl! Kíkti síðan á djammið með henni Brynju á laugardagskvöldið eftir vinnu og skulum við segja að það hafi verið mjöög skrautlegt og látum þar við sitja ;) Fór að telja vaktirnar sem ég er á og komst að því að ég er að vinna 16 vaktir í röð non-stop, ég held að ég sé orðin eitthvað biluð! Annars er ekkert að frétta, hlakka bara til að Edith flytji í bæinn og að skólinn fari að byrja.