Kræst, held að ég sé haldin ógurlegri svefnsýki, allavega geri ég ekkert nema að sofa og kannski horfa á sex and the city inn á milli! Svaf til korter í 7 í gær og til 6 í dag! Veit að ég var á næturvöktum en samt, öllu má nú ofgera! Nýjasta trixið mitt er sko að sofa með eyrnatappa og þá bara vakna ég ekki neitt og sef eins og lítið barn! Gæti alveg eins sofið í heilan sólarhring! Ég sem ætlaði að gera ýmislegt í dag...og núna er klukkan strax orðin hálf 8 og ég ekki einusinni búin að drullast í ræktina, fékk mér líka skúffuköku í morgunmat, þetta er nú meiri megrunin!!
Edith flytur loksins í bæinn á morgun, mikið verður gaman að fá hana, sérstaklega af því að ég þarf þá ekki lengur að splæsa 3000 kalli í leigubíl heim af djamminu...ahhh ;) Neinei segi svona...ég á samt örugglega eftir að ofsækja hana á hverjum degi og hanga yfir þeim skötuhjúum þangað til mér verður fleygt út!
Annað er að ég er mikið að velta fyrir mér að kaupa mér bíl...gula helvítið er bara ekki að gera það fyrir mig, auk þess að mér verður svo óglatt í hvert skipti sem ég þarf að ferðast með strætó! Þetta eru bara álög, mér líkar ílla við hann og þá gerir hann svona við mig á móti!! Ef einhver vill selja mér Yaris (helst rauðan) á góðu verði þá yrði ég alveg ótrúlega glöð og laus við flökurleika ;)
Hmm...á maður að reyna að fara að hreyfa á sér rassgatið...ahh...sé til..