What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

mánudagur, júlí 18, 2005

Sólin skín smá...

Well, nú eru 20 min. eftir af næturvaktinni, get ekki beðið eftir að komast heim undir sæng! Mikið búið að vera að gera um helgina. Edith og Erlingur komu á föstudaginn, alltaf gaman að hitta þau. Þau eru búin að fá íbúð á Grettisgötunni og bara búin að kaupa sér kagga líka, össs! Og ég stóra systirin á ekki neitt og bý hjá ömmu og afa! Kíkti síðan aðeins í bæinn með Brynju á föstudagskvöldinu, þar var skrítið fólk. Á Laugardaginn fór ég svo á Madagasgar í bíó og sofnaði! Ég sofna alltaf í bíó, held að það sé minn versti veikleiki!! Í fyrrinótt hélt ég svo að ég væri að fá gubbupest en sem betur fer gekk það tilbaka eftir að ég hafði kúgast nokkrum sinnum! Fór síðan í bíó í gærkvöldi með Steinunni á Sin City, ekkert smá kúl mynd, ótrúlega flott gerð!

Get ekki beðið eftir að fara til Ísafjarðar um helgina með Brynju, það verður sko fjör!!
Myndir af Halifax-ferðinni koma vonandi bráðum inn. Búin að fá forritið en núna finn ég ekki snúruna, týpískt!!