What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

þriðjudagur, júlí 26, 2005

Skemmtileg helgi...

Jæja þá er maður ennþá að reyna að jafna sig eftir frábæra helgi á Ísafirði. Fór keyrandi með Brynju, Esteri, Helga og Finn sem eru skólafélagar Brynju. Komum seint á föstudagskvöld og var bjórinn opnaður um leið og við komum. Síðan var spilað Uno og kíkt aðeins í bæinn á Langa Manga. Daginn eftir skelltum við okkur í strandblak á Þingeyri og síðan sund á Suðureyri þar sem sumir brenndust! Það vantaði sko ekki sólina, ekta sumarveður! Um kvöldið var eldað hið fræga mexíkanska lasagna heima hjá mér og farið í singstar. Fórum síðan í útskrifarveislu til Önnu Fíu og Sirrýar sem voru að útskrifast sem íþróttafræðingar. Eftir það var kíkt í afmæli hjá Vilborgu útí skógi og síðan á ball með Grafík. Þrusugott ball, allavega það sem ég man af því! Á sunnudeginum fórum við svo aftur í sund og blak, mjög góður þynnkubani! Keyrðum aftur til Rkv um kvöldið...sumir hressir og aðrir ekki! Mætti síðan ekkert svo hress í vinnu í gærmorgun og síðan á næturvakt sama dag! Nú fer næturvaktinni að ljúka og þynnkan næstum farin! Hef ákveðið að sofa í allan dag í góða veðrinu! Setti inn myndir frá helginni og einnig fleiri myndir af heimsókninni til Ellu, meðal annars skírnin og Quebec. Kíkið endilega á krúsídúlluna :)

Jæja allavega Brynja, Halldóra, Ester, Helgi, Finnur og allir hinir, takk fyrir frábæra helgi!!