Ísó-djamm here I come!!
Ohh er svo spennt yfir að fara, er bara að bíða eftir að Brynja bjalli og þá leggjum við af stað :) Fékk meira að segja að fara fyrr heim úr vinnunni og alles, ég er í svomiklu uppáhaldi hehe ;) Reyndar gerðist nokkuð merkilegt í dag í vinnunni. Ég datt inná klósetti hjá einhverjum, rann í einhverri bleytu og flaug beint á rassinn. Lá þarna eins og skata og gat ekki staðið upp og vistmennirnir á herberginu voru með miklar áhyggjur af mér og sögðu hvorum örðum að hringja bjöllunni hehe! Svo álpaðist ég til að standa upp, djöfull var þetta vont og núna er ég með RISA stóran marblett á rassinum og skrambúleruð á olnboganum! Great! Ég sem ætlaði að vera svo sæt um helgina...össs!!
<< Home