What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

mánudagur, júlí 11, 2005

Það rignir og rignir...

Já manni er nú farið að langa í sól! Ég sem var að kaupa mér nýtt bikíní og get svo ekkert notað það össs! Nýjustu fréttir eru þær að stelpan fjárfesti í árskorti í world class og hananú! Nú þýðir ekkert væl og skæl yfir spiki í vetur það bara verður að hverfa!! Skil ekki afhverju ég var ekki löngu búin að kaupa kort þar, þetta er miklu stærra og flottara en hitt! Svo lenti ég á svo góðu tilboði að ég fæ frían aðgang að baðstofunni í 2 mánuði ahhh ;) Núna er ég sem sagt að bíða eftir að fara með hjólið mitt í viðgerð svo ég geti nú loksins farið að hjóla aftur í vinnuna, það verður sko munur! Annars er það bara búin að vera vinna og vinna síðan ég kom heim og verður þetta svona þangað til skólinn byrjar 31. ágúst! Er ennþá númer 213,167 og 160 á biðlista á stúdentagörðunum!! Þannig að það er enginn séns á að ég komist inn þar! Djöfull!!