Nú liggur vel á mér...
Já maður getur nú ekki alltaf verið neikvæður ;) Skemmtilegir dagar framundan; Edith að koma á morgun og svo bara vika í Ísafjarðarferðina hjá okkur Brynju. Gaman að fá smá tilbreytingu í þetta ómerkilega líf mitt þessa dagana! Get ekki beðið þangað til að byrja í skólanum! Fór í heimsókn til Láru Betty í gær og skoðaði íbúðina hennar á stúdentagörðunum, voða krúttlegt, ohh vona að ég fái nú einhvern tíman þarna inni! Fórum út og sukkuðum á Ruby Tuesday og horfðum svo á Dirty Dancing, sem er æði! Hafði aldrei séð hana alla, en núna sé ég hvað ég missti af!! Síðan er það bara næturvakt í kvöld...þannig að maður er að reyna að undirbúa sig, liggja og kúra uppí rúmi í allan dag og dotta á milli...ahhh...er ekki einusinni komin úr náttfötunum og klukkan að ganga 2! Planið í kvöld er síðan að kíkja í Brennslukickbox og verður það í fyrsta skipti sem ég prófa það, vonandi meika ég það, hehe ;)
<< Home