What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

miðvikudagur, júlí 13, 2005

Bí bí og blaka

Þetta er nú meira skítaveðrið! Hvert fór sumrið eiginlega??

Ég er loksins búin að fá mig elskulega hjól aftur þannig að núna get ég farið að hjóla úti í rigningunni!! Er búin að gera lítið annað en að vinna síðan ég kom heim frá Halifax en fæ frí á morgun þannig að ég ætla að gera eitthvað afslappandi! Búin að vera rosa dugleg í ræktinni og skellti mér í spinning tíma í gær og í dag. Hélt ég myndi ekki lifa þetta af í gær en svo var þetta aðeins skárra í dag! Komst að því hvað ég er í hryllilega lélegu formi!!
Edith ætlar að koma að heimsækja mig á helginni, ohh get ekki beðið svo langt síðan ég hef séð hana :) Síðan er það staffabíóferð á morgun á Madagasgar það verður örugglega fjör!