What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

miðvikudagur, júlí 27, 2005

Kickbox dauðans!!

Jésúss minn, skellti mér í kickbox tíma í gærkvöldi og ég hélt að ég myndi ekki lifa það af! Eftir 10 min var ég alveg búin á því, en samt þraukaði ég út tímann. Þegar ég keyrði heim gat ég varla stigið á kúplinguna mér var svo íllt! Núna get ég varla labbað! Hvað gerir maður ekki fyrir útlitið sko! Þetta var samt mjög skemmtilegt og maður fékk algjört kick út úr þessu, þetta verður fastur liður hér eftir! Annars er maður bara að hanga í tölvunni á næturvakt, bíða eftir að komast heim eins og venjulega...
Elska hvað það er búið að vera gott veður undanfarið, vona að það haldi áfram þó að ég óttist nú að ekki verði af ósk minni um það!! Eins gott að nýta það!!

þriðjudagur, júlí 26, 2005

Skemmtileg helgi...

Jæja þá er maður ennþá að reyna að jafna sig eftir frábæra helgi á Ísafirði. Fór keyrandi með Brynju, Esteri, Helga og Finn sem eru skólafélagar Brynju. Komum seint á föstudagskvöld og var bjórinn opnaður um leið og við komum. Síðan var spilað Uno og kíkt aðeins í bæinn á Langa Manga. Daginn eftir skelltum við okkur í strandblak á Þingeyri og síðan sund á Suðureyri þar sem sumir brenndust! Það vantaði sko ekki sólina, ekta sumarveður! Um kvöldið var eldað hið fræga mexíkanska lasagna heima hjá mér og farið í singstar. Fórum síðan í útskrifarveislu til Önnu Fíu og Sirrýar sem voru að útskrifast sem íþróttafræðingar. Eftir það var kíkt í afmæli hjá Vilborgu útí skógi og síðan á ball með Grafík. Þrusugott ball, allavega það sem ég man af því! Á sunnudeginum fórum við svo aftur í sund og blak, mjög góður þynnkubani! Keyrðum aftur til Rkv um kvöldið...sumir hressir og aðrir ekki! Mætti síðan ekkert svo hress í vinnu í gærmorgun og síðan á næturvakt sama dag! Nú fer næturvaktinni að ljúka og þynnkan næstum farin! Hef ákveðið að sofa í allan dag í góða veðrinu! Setti inn myndir frá helginni og einnig fleiri myndir af heimsókninni til Ellu, meðal annars skírnin og Quebec. Kíkið endilega á krúsídúlluna :)

Jæja allavega Brynja, Halldóra, Ester, Helgi, Finnur og allir hinir, takk fyrir frábæra helgi!!

föstudagur, júlí 22, 2005

Ísó-djamm here I come!!

Ohh er svo spennt yfir að fara, er bara að bíða eftir að Brynja bjalli og þá leggjum við af stað :) Fékk meira að segja að fara fyrr heim úr vinnunni og alles, ég er í svomiklu uppáhaldi hehe ;) Reyndar gerðist nokkuð merkilegt í dag í vinnunni. Ég datt inná klósetti hjá einhverjum, rann í einhverri bleytu og flaug beint á rassinn. Lá þarna eins og skata og gat ekki staðið upp og vistmennirnir á herberginu voru með miklar áhyggjur af mér og sögðu hvorum örðum að hringja bjöllunni hehe! Svo álpaðist ég til að standa upp, djöfull var þetta vont og núna er ég með RISA stóran marblett á rassinum og skrambúleruð á olnboganum! Great! Ég sem ætlaði að vera svo sæt um helgina...össs!!

þriðjudagur, júlí 19, 2005

Ég er komin úr dvala...

Sjæse! Ég svaf til hálf 6 í dag, það er ekki eðlilegt! Missti af sólinni og alles, þvílík svefnpurrka! Hef enga tilfinningu fyrir hvaða tími er! Er svo ánægð með að ég dreif Brynju með mér í ræktina í kvöld, tókum vel á því! Ætlum sko að verða ógislega mjóar!
Er að missa mig hérna á netinu! Komst í eitthvað svona rómó stuð og er búin að vera að hlaða ástarlögum af netinu! Skrítið, því ég er ekkert ástfangin eða neitt þannig, ég hlýt bara að vera svona væmin! Vildi samt að ég væri ástfangin...ahh...! Nei skulum ekki fara út í þá sálma...

mánudagur, júlí 18, 2005

Sólin skín smá...

Well, nú eru 20 min. eftir af næturvaktinni, get ekki beðið eftir að komast heim undir sæng! Mikið búið að vera að gera um helgina. Edith og Erlingur komu á föstudaginn, alltaf gaman að hitta þau. Þau eru búin að fá íbúð á Grettisgötunni og bara búin að kaupa sér kagga líka, össs! Og ég stóra systirin á ekki neitt og bý hjá ömmu og afa! Kíkti síðan aðeins í bæinn með Brynju á föstudagskvöldinu, þar var skrítið fólk. Á Laugardaginn fór ég svo á Madagasgar í bíó og sofnaði! Ég sofna alltaf í bíó, held að það sé minn versti veikleiki!! Í fyrrinótt hélt ég svo að ég væri að fá gubbupest en sem betur fer gekk það tilbaka eftir að ég hafði kúgast nokkrum sinnum! Fór síðan í bíó í gærkvöldi með Steinunni á Sin City, ekkert smá kúl mynd, ótrúlega flott gerð!

Get ekki beðið eftir að fara til Ísafjarðar um helgina með Brynju, það verður sko fjör!!
Myndir af Halifax-ferðinni koma vonandi bráðum inn. Búin að fá forritið en núna finn ég ekki snúruna, týpískt!!

fimmtudagur, júlí 14, 2005

Nú liggur vel á mér...

Já maður getur nú ekki alltaf verið neikvæður ;) Skemmtilegir dagar framundan; Edith að koma á morgun og svo bara vika í Ísafjarðarferðina hjá okkur Brynju. Gaman að fá smá tilbreytingu í þetta ómerkilega líf mitt þessa dagana! Get ekki beðið þangað til að byrja í skólanum! Fór í heimsókn til Láru Betty í gær og skoðaði íbúðina hennar á stúdentagörðunum, voða krúttlegt, ohh vona að ég fái nú einhvern tíman þarna inni! Fórum út og sukkuðum á Ruby Tuesday og horfðum svo á Dirty Dancing, sem er æði! Hafði aldrei séð hana alla, en núna sé ég hvað ég missti af!! Síðan er það bara næturvakt í kvöld...þannig að maður er að reyna að undirbúa sig, liggja og kúra uppí rúmi í allan dag og dotta á milli...ahhh...er ekki einusinni komin úr náttfötunum og klukkan að ganga 2! Planið í kvöld er síðan að kíkja í Brennslukickbox og verður það í fyrsta skipti sem ég prófa það, vonandi meika ég það, hehe ;)

miðvikudagur, júlí 13, 2005

Bí bí og blaka

Þetta er nú meira skítaveðrið! Hvert fór sumrið eiginlega??

Ég er loksins búin að fá mig elskulega hjól aftur þannig að núna get ég farið að hjóla úti í rigningunni!! Er búin að gera lítið annað en að vinna síðan ég kom heim frá Halifax en fæ frí á morgun þannig að ég ætla að gera eitthvað afslappandi! Búin að vera rosa dugleg í ræktinni og skellti mér í spinning tíma í gær og í dag. Hélt ég myndi ekki lifa þetta af í gær en svo var þetta aðeins skárra í dag! Komst að því hvað ég er í hryllilega lélegu formi!!
Edith ætlar að koma að heimsækja mig á helginni, ohh get ekki beðið svo langt síðan ég hef séð hana :) Síðan er það staffabíóferð á morgun á Madagasgar það verður örugglega fjör!

mánudagur, júlí 11, 2005

Það rignir og rignir...

Já manni er nú farið að langa í sól! Ég sem var að kaupa mér nýtt bikíní og get svo ekkert notað það össs! Nýjustu fréttir eru þær að stelpan fjárfesti í árskorti í world class og hananú! Nú þýðir ekkert væl og skæl yfir spiki í vetur það bara verður að hverfa!! Skil ekki afhverju ég var ekki löngu búin að kaupa kort þar, þetta er miklu stærra og flottara en hitt! Svo lenti ég á svo góðu tilboði að ég fæ frían aðgang að baðstofunni í 2 mánuði ahhh ;) Núna er ég sem sagt að bíða eftir að fara með hjólið mitt í viðgerð svo ég geti nú loksins farið að hjóla aftur í vinnuna, það verður sko munur! Annars er það bara búin að vera vinna og vinna síðan ég kom heim og verður þetta svona þangað til skólinn byrjar 31. ágúst! Er ennþá númer 213,167 og 160 á biðlista á stúdentagörðunum!! Þannig að það er enginn séns á að ég komist inn þar! Djöfull!!

fimmtudagur, júlí 07, 2005

Svoo sniðugt!

Er að leika mér í nýja sæta græna ipodinum mínum sem ég fékk í canada ;) Er að hlaða inn öllum diskum sem ég á!! Edith snillingur var svo sniðug einu sinni að skrifa fyrir mig alla Bítladiskana sem voru til og núna eru þeir bara allir á einum stað, snilldin ein! Núna get ég sko farið út að hlaupa og í ræktina í allt öðrum heimi :) Vinnan í dag var ekkert strembin, bara þegar ég kom heim lagðist þreytan yfir mig...úff! En þetta lagast allt á morgun þá byrjar dagur daganna þar sem ég ætla í ræktina og alle græjer!

Words are flowing out like endless rain into a paper cup, they slither while they pass they slip away across the universe...

miðvikudagur, júlí 06, 2005

Sæta mín :)


Elsku litla Ella Jeanne, sakna þín svo sárt! Posted by Picasa

Komin heim!

Jæja þá er maður víst kominn heim á klakann á ný. Það er svindl að maður fái ekki að vera lengur í fríi, hefði sko alveg viljað vera þarna í allt sumar! Þetta var alveg yndislegt frí og síðustu dögunum eyddum við í Québec hjá fjölskyldu Judy. Við vorum í litlu sumarhúsi á stað sem heitir Miguasha. Þetta var alveg æðislegur staður, falleg náttúra og strönd rétt fyrir neðan húsið, gæti ekki verið betra! Sólina vantaði ekki og hvern einasta dag sem ég var þarna náði hitinn 30 stigum!! Maður náði nú ekkert mikið að sóla sig en reyndi það þó! Síðan er það nottla Ella Jeanne. Ji ég sakna hennar strax svo mikið, ég varð svo tengd henni og sleppti ekkert af henni takinu allan tíman. Mér finnst bara eins og hún sé litla barnið mitt!! Vildi að ég hefði getað tekið hana með mér! Búin að taka fullt af myndum og þær koma bráðum þegar ég hef tíma til að láta þær inn!

Mikið er nú leiðinlegt að ferðast svona einn með flugvél og þetta ferðalag tók allan kraftinn sem ég átti uppsafnaðann úr mér! Það byrjaði á mánudagsmorgninum með því að við þurftum að keyra frá Québec til Halifax sem tók rúma 7 tíma!! Síðan var það bara heim að pakka í flýti og beint útá völl. Flaug til London með næturfluginu og var komin þangað klukkan 8 í morgun. Síðan þurfti ég að bíða í 5 tíma eftir fluginu til Rkv, hélt ég myndi aldrei hafa það af! Mér var svo kalt allan tíman og það var ekkert hægt að gera þarna! Svo þreytt að ég gat ekki einusinni lesið bók, enda um leið og ég var komin uppí flugvél steinsofnaði ég og svaf alla leiðina til Íslands :)

Búin að vera á fullu að þvo síðan ég kom heim, enda voru það allmargar nærbrækur sem keyptar voru ;) Komst að því að ég þarf víst ekkert að kaupa mér föt fyrr en jah.. hvað getur maður sagt! Á allt of mikið, verst að ég passa ekki einusinni í helminginn af þeim hehe! Nú verður bara staðið í ströngu það sem eftir er og bannað að bjóða mér veislur og slíkt! Hmm já...jæja...ætla að fara að sofa, þarf að fara strax á morgunvakt í fyrramálið og ég alveg rugluð í ríminu...veit ekki hvort að það sé nótt eða dagur eða hvað, vonandi endist ég vaktina úff!! Erfitt að takast á við raunveruleikann á ný!!