Jæja þá er maður víst kominn heim á klakann á ný. Það er svindl að maður fái ekki að vera lengur í fríi, hefði sko alveg viljað vera þarna í allt sumar! Þetta var alveg yndislegt frí og síðustu dögunum eyddum við í Québec hjá fjölskyldu Judy. Við vorum í litlu sumarhúsi á stað sem heitir Miguasha. Þetta var alveg æðislegur staður, falleg náttúra og strönd rétt fyrir neðan húsið, gæti ekki verið betra! Sólina vantaði ekki og hvern einasta dag sem ég var þarna náði hitinn 30 stigum!! Maður náði nú ekkert mikið að sóla sig en reyndi það þó! Síðan er það nottla Ella Jeanne. Ji ég sakna hennar strax svo mikið, ég varð svo tengd henni og sleppti ekkert af henni takinu allan tíman. Mér finnst bara eins og hún sé litla barnið mitt!! Vildi að ég hefði getað tekið hana með mér! Búin að taka fullt af myndum og þær koma bráðum þegar ég hef tíma til að láta þær inn!
Mikið er nú leiðinlegt að ferðast svona einn með flugvél og þetta ferðalag tók allan kraftinn sem ég átti uppsafnaðann úr mér! Það byrjaði á mánudagsmorgninum með því að við þurftum að keyra frá Québec til Halifax sem tók rúma 7 tíma!! Síðan var það bara heim að pakka í flýti og beint útá völl. Flaug til London með næturfluginu og var komin þangað klukkan 8 í morgun. Síðan þurfti ég að bíða í 5 tíma eftir fluginu til Rkv, hélt ég myndi aldrei hafa það af! Mér var svo kalt allan tíman og það var ekkert hægt að gera þarna! Svo þreytt að ég gat ekki einusinni lesið bók, enda um leið og ég var komin uppí flugvél steinsofnaði ég og svaf alla leiðina til Íslands :)
Búin að vera á fullu að þvo síðan ég kom heim, enda voru það allmargar nærbrækur sem keyptar voru ;) Komst að því að ég þarf víst ekkert að kaupa mér föt fyrr en jah.. hvað getur maður sagt! Á allt of mikið, verst að ég passa ekki einusinni í helminginn af þeim hehe! Nú verður bara staðið í ströngu það sem eftir er og bannað að bjóða mér veislur og slíkt! Hmm já...jæja...ætla að fara að sofa, þarf að fara strax á morgunvakt í fyrramálið og ég alveg rugluð í ríminu...veit ekki hvort að það sé nótt eða dagur eða hvað, vonandi endist ég vaktina úff!! Erfitt að takast á við raunveruleikann á ný!!