What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

sunnudagur, júní 19, 2005

Vinna sminna!

Já ég er sem sagt stödd á næturvakt, get ekki beðið eftir því að komast heim í rúmið mitt!! Ég er ekki kvalin af bruna lengur en nú er húðin bara að flagna af, great!
Loksins fer ég að komast í frí! Langþráð frí!! Bara 5 dagar. Komið smá ferðastress í mig! Annars hefur nú ekkert á daga mína drifið sem er merkilegt að segja frá! Hmm...
Skellti mér með Brynju á Selfoss og Hveragerði á 17. júní og síðan kíktum við aðeins á hátíðarhöldin niðrí bæ. Síðan fór maður bara að vinna! Hefði sko alveg verið til í djamm!