What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

laugardagur, júní 11, 2005

Veiii!

Ég er loksins búin að kaupa mér æðislega sæta litla fartölvu :) Hin gamla var farin að hafa sjálfstæðan vilja þannig að ég nennti ekki að þrasa við hana lengur! Svo gaman að kaupa sér nýtt dót! Síðan fórum við Kristín í smá babyleiðangur í dag og versluðum alveg ótrúlega sætt fyrir Ellu snúlluna mína :) Get ekki beðið eftir að hitta hana bara 13 dagar í það!!!
Fór í bíó í gær með Brynju á "A lot like love", mjög góð, mæli með henni! Borðaði svo mikið popp að ég hélt að ég myndi æla á leiðinni heim...úff! Annars bara frí á morgun...ahh....