What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

þriðjudagur, júní 28, 2005

Howdie ho :)

Jamm og jæja, enn einn dagur liðinn og ég held að ég sé komin með hálsbólgu! Hélt að það myndi líka vera svona heitt í nótt þannig að ég plantaði mér í kjallarann! Vaknaði svo 6 í morgun eins og ísmoli og var um klukkutíma að fá hitann aftur í líkamann, shit hvað maður getur verið stupid eitthvað!! Annars var það ferð í mollið í dag og keyptur heill hellingur af nærfötum, held að ég hafi keypt 15 naríur og hananú! Annars var nú mikið að flottum fötum til en ég ætla mér að verða svo mjó að ég bara tími ekki að kaupa mér föt fyrr en ég verð svoleiðis!! Þessi 2 kg sem ég missti áður en ég fór til Halifax eru sko örugglega komin tvöfalt á aftur! Það er sko ekki hægt að vera í megrun í fríinu! Held að ég sé búin að éta yfir mig af góðum mat, það er veisla hérna á hverjum degi! Eins gott að ég fari heim eftir viku hehe ;) ef ég kemst þá inn í flugvélina!! Setti nokkrar myndir af Ellu krúsídúllu inn á myndasíðuna mína, hún er svo sæt ;)