Hot, Hot, Hot!!
Kræst, ég bað um sól en kannski ekki alveg svona mikla að það væri varla hægt að vera úti úff! Gerði heiðarlega tilraun til þess að fara í sólbað í dag en gafst upp eftir klukkutíma! Það er garden party hjá okkur í dag og allt í fullum undirbúningi, hamborgarar og pylsur grillaðar og drukkið með því ;) Það var svo heitt í nótt að ég gat ekki sofið í herberginu þó að það væri vifta þar svo að ég tók bara kodda og teppi með mér og lagðist niður í kjallara þar sem var svalt og gott ;) Þar svaf ég mjög vel og allir öfunduðu mig af þessari snjöllu hugmynd ;)
<< Home