What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

mánudagur, júní 06, 2005

Eins og belja á svelli!!

Það hefur gerst! Ég fór og keypti mér línuskauta í gær, þvílík snilld! Skil ekkert í mér að vera ekki búin að kaupa þá fyrr! Svo varð maður nottla að fara að prófa þá í gærkveldi og dró Tomma með mér út til halds og trausts! Að mati Tomma var ég eins og belja á svelli og hann hló og hló! Mér fannst ég samt vera nokkuð góð og ég datt bara tvisvar, kalla það nú mjög vel sloppið!
Annars er það að frétta að ég skellti mér í bæinn með Brynju og Ingibjörgu um helgina. Hittumst heima hjá Brynju og enduðum niðrí bæ til 7 um morguninn! Samt tókst mér og Brynju að vakna á hádegi og fara í verslunarleiðangur. Greyið Brynja ég held að henni hafi ekki liðið vel, en samt óð ég bara áfram í næstu búð og næstu búð! Fyrirgefðu Brynja en ég og búðir erum eitt! Hmm...
En já ég ætlaði að vakna snemma í morgun og fara í ræktina og fara svo í sund áður en ég mætti í vinnu í kvöld EN ég vaknaði ekki snemma og er ekki ennþá farin í ræktina og kemst sennilega ekki í sund fyrir vinnu! Voðalega er þetta misheppnað eitthvað! Afhverju er svona gott að sofa????