What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

laugardagur, júní 25, 2005

34 stiga hiti! Ekki að grínast!

Og ég er svoleiðis að leka niður...það er eiginlega allt of heitt, maður getur varla setið úti á palli án þess að falla í yfirlið! Þannig að við sitjum bara inni með viftuna og erum að drekka bjór..ahhh :) Fórum í smá bæjarferð í dag og labb í bæinn. Amma og Kristín keyptu næstum heila búð en ég er að spara þannig að ég hef ekkert keypt! Það er spáð svona góðu veðri alla vikuna þannig að maður verður vonandi orðinn eins og súkkulaði þegar maður kemur heim :) Ætla að fara að setja myndir af Ellu inn bráðlega, ætla að vera rosa dugleg að taka myndir af litla krúttinu mínu...