þriðjudagur, júní 28, 2005
Jamm og jæja, enn einn dagur liðinn og ég held að ég sé komin með hálsbólgu! Hélt að það myndi líka vera svona heitt í nótt þannig að ég plantaði mér í kjallarann! Vaknaði svo 6 í morgun eins og ísmoli og var um klukkutíma að fá hitann aftur í líkamann, shit hvað maður getur verið stupid eitthvað!! Annars var það ferð í mollið í dag og keyptur heill hellingur af nærfötum, held að ég hafi keypt 15 naríur og hananú! Annars var nú mikið að flottum fötum til en ég ætla mér að verða svo mjó að ég bara tími ekki að kaupa mér föt fyrr en ég verð svoleiðis!! Þessi 2 kg sem ég missti áður en ég fór til Halifax eru sko örugglega komin tvöfalt á aftur! Það er sko ekki hægt að vera í megrun í fríinu! Held að ég sé búin að éta yfir mig af góðum mat, það er veisla hérna á hverjum degi! Eins gott að ég fari heim eftir viku hehe ;) ef ég kemst þá inn í flugvélina!! Setti nokkrar myndir af Ellu krúsídúllu inn á myndasíðuna mína, hún er svo sæt ;)
sunnudagur, júní 26, 2005
Hot, Hot, Hot!!
Kræst, ég bað um sól en kannski ekki alveg svona mikla að það væri varla hægt að vera úti úff! Gerði heiðarlega tilraun til þess að fara í sólbað í dag en gafst upp eftir klukkutíma! Það er garden party hjá okkur í dag og allt í fullum undirbúningi, hamborgarar og pylsur grillaðar og drukkið með því ;) Það var svo heitt í nótt að ég gat ekki sofið í herberginu þó að það væri vifta þar svo að ég tók bara kodda og teppi með mér og lagðist niður í kjallara þar sem var svalt og gott ;) Þar svaf ég mjög vel og allir öfunduðu mig af þessari snjöllu hugmynd ;)
laugardagur, júní 25, 2005
34 stiga hiti! Ekki að grínast!
Og ég er svoleiðis að leka niður...það er eiginlega allt of heitt, maður getur varla setið úti á palli án þess að falla í yfirlið! Þannig að við sitjum bara inni með viftuna og erum að drekka bjór..ahhh :) Fórum í smá bæjarferð í dag og labb í bæinn. Amma og Kristín keyptu næstum heila búð en ég er að spara þannig að ég hef ekkert keypt! Það er spáð svona góðu veðri alla vikuna þannig að maður verður vonandi orðinn eins og súkkulaði þegar maður kemur heim :) Ætla að fara að setja myndir af Ellu inn bráðlega, ætla að vera rosa dugleg að taka myndir af litla krúttinu mínu...
Ferðasagan...
Well tetta sms-blogg var greinilega ekki ad virka tannig ad eg tok tad bara ut! Eg er sem sagt komin til Halifax. Her er alveg yndislegt vedur svakalega heitt og glampandi sol, tetta er eins og ad vera a Spani!! Verd ad reyna ad vinna a taninu a medan eg er herna!! Ferdin gekk well og mer leid eins og eg vaeri rik i einn dag :) Var a Business Class mest alla leidina og fekk alls konar fridindi! Fekk a hvila mig i lounginu a milli fluga og borda og drekka allt sem eg vildi! Sidan var bodid svo oft upp a mat i einu fluginu og eg vard ad sitja med hausinn a milli lappanna til tess a gubba ekki! Auk tess sat eg vid hlidina a kalli sem var sirekandi vid tannig ad eg var ad kafna a timabili! Sidan gerdi eg mig ad fifli i montreal tegar eg skildi ekki ad hann var ad segja hvort eg vaeri med epli i toskunni en eg skildi tad ekki thvi hann sagdi tetta med svo hryllilega fronskum hreim ad mer fannst eins og eg vaeri komin til tunglsins! Eftir ad hafa gert mig ad algeru fifli tarna og folk hlaejandi ad mer strunsadi eg burt og vona ad eg turfi aldrei ad fara aftur til Montreal!! Svo komst eg heil a leidarenda og svaf i halfan solarhring!!! Ji djöfull var að fatta núna að ég get gert íslenska stafi hérna! Ohh Dúnna döö, nenni ekki að breyta öllu fyrir ofan!
Ella er algjört æði, ég gæti étið hana! Hún er svo sæt og góð! Varla búin að sleppa á henni takinu í allan dag!! Núna eru sko eggjastokkarnir mínir að springa!! Jésúss! Stelpur þið verðið að fara að finna handa mér mann svo ég geti byrjað að eignast börn!!
Myndir koma bráðlega þegar ég er búin að taka nógu margar ;) Annars bið ég að heilsa og held áfram að liggja í sólbaði ;)
Ella er algjört æði, ég gæti étið hana! Hún er svo sæt og góð! Varla búin að sleppa á henni takinu í allan dag!! Núna eru sko eggjastokkarnir mínir að springa!! Jésúss! Stelpur þið verðið að fara að finna handa mér mann svo ég geti byrjað að eignast börn!!
Myndir koma bráðlega þegar ég er búin að taka nógu margar ;) Annars bið ég að heilsa og held áfram að liggja í sólbaði ;)
fimmtudagur, júní 23, 2005
Halifax here I come!!!!
Ji nú er ferðastressið alveg í hámarki, farin að halda að flugvélin hrapi og alles sko! Búin að pakka en samt ekki, þarf að fara að sofa, en get það ekki! úff afhverju er ég að stressa mig svona á þessu öllu saman!!
sunnudagur, júní 19, 2005
Vinna sminna!
Já ég er sem sagt stödd á næturvakt, get ekki beðið eftir því að komast heim í rúmið mitt!! Ég er ekki kvalin af bruna lengur en nú er húðin bara að flagna af, great! Loksins fer ég að komast í frí! Langþráð frí!! Bara 5 dagar. Komið smá ferðastress í mig! Annars hefur nú ekkert á daga mína drifið sem er merkilegt að segja frá! Hmm... Skellti mér með Brynju á Selfoss og Hveragerði á 17. júní og síðan kíktum við aðeins á hátíðarhöldin niðrí bæ. Síðan fór maður bara að vinna! Hefði sko alveg verið til í djamm! |
fimmtudagur, júní 16, 2005
Dúnna litla brennda :(
Já ég er brennd! Ég græt eins og stunginn grís og langar aldrei að fara í sólbað aftur! Ég hef aldrei lent í öðru eins á Íslandi!! Á þriðjudaginn var gott veður smá sól og ég ákvað að fara út í göngutúr. Mér var svo heitt þannig að ég fór úr og var einungis á hlýrabol. Síðan þegar ég var búin að labba dágóðan spöl ákvað ég að skella mér í sund og lá þar í lauginni í sólbaði og leið vel. Mér fannst nú ekkert það heitt þannig að ég hafði engar áhyggjur af að brenna! Síðan var tími kominn til að mæta í vinnunna. Leit í spegilinn og hugsaði djöfull ég verð aldrei brún fæ bara fleiri og fleiri freknur! Þegar fór að líða á kvöldið leit ég í spegill og var eins og eldhnöttur! Ég svoleiðis logaði í framan og stokkbólgin! Hljóp út í búð og keypti aftersun og bar og bar á mig en þetta bara versnaði og versnaði og vistmenn farnir að stríða mér hvað ég væri rauð! Ég svaf lítið um nóttina og leið ekki vel í gær! Síðustu nótt svaf ég ennþá minna því ég var alltaf að leggjast ofan á brennda svæðið! Í dag svaf ég yfir mig í vinnunna! Ég mætti en leið alveg ferlega! Algjörlega friðlaus í húðinni og klæjaði, sveið og var heitt og íllt! Ég var send heim á hádegi! Búin að liggja uppí rúmi í allan eftirmiðdag með blautt handklæði á bringunni...ég vona að þetta fari að lagast, þetta er hræðilegt,hefur aldrei komið fyrir mig áður, er örugglega með sólsting eða sólarofnæmi eða eitthvað! Já þú sem nenntir að lesa þetta....ég vorkenni sjálfri mér ógurlega mikið....og græt það að geta ekki verið úti í þessu góða veðri!
Heilræði dagsins: NOTIÐ SÓLARVÖRN!!!!!
Heilræði dagsins: NOTIÐ SÓLARVÖRN!!!!!
sunnudagur, júní 12, 2005
Myndablogg
Fór i kvennahlaupid i dag asamt ömmu og kristínu! Eg labbadi 7 km mjög stolt af sjalfri mer :)
Myndina sendi Dúnna Dúnna
Powered by Hexia
laugardagur, júní 11, 2005
Veiii!
Ég er loksins búin að kaupa mér æðislega sæta litla fartölvu :) Hin gamla var farin að hafa sjálfstæðan vilja þannig að ég nennti ekki að þrasa við hana lengur! Svo gaman að kaupa sér nýtt dót! Síðan fórum við Kristín í smá babyleiðangur í dag og versluðum alveg ótrúlega sætt fyrir Ellu snúlluna mína :) Get ekki beðið eftir að hitta hana bara 13 dagar í það!!!
Fór í bíó í gær með Brynju á "A lot like love", mjög góð, mæli með henni! Borðaði svo mikið popp að ég hélt að ég myndi æla á leiðinni heim...úff! Annars bara frí á morgun...ahh....
Fór í bíó í gær með Brynju á "A lot like love", mjög góð, mæli með henni! Borðaði svo mikið popp að ég hélt að ég myndi æla á leiðinni heim...úff! Annars bara frí á morgun...ahh....
miðvikudagur, júní 08, 2005
Men ó men...
Sjæse! Var að koma inn úr rigningunni alveg blaut í gegn! Svona er að hjóla í vinnuna ílla klædd og ekki var það betra að svona hjólaði maður framhjá milljón bílum og fólki sem var að koma af Iron Maiden tónleikum! Ég heppin! Vonandi þekkti mig enginn hehe ;)
Hvað ætlar fólk svo að gera um verslunarmannahelgina?? Ég hef ákveðið að skella mér á Þjóðhátíð í Eyjum, hver vill koma með??
Hvað ætlar fólk svo að gera um verslunarmannahelgina?? Ég hef ákveðið að skella mér á Þjóðhátíð í Eyjum, hver vill koma með??
mánudagur, júní 06, 2005
Eins og belja á svelli!!
Það hefur gerst! Ég fór og keypti mér línuskauta í gær, þvílík snilld! Skil ekkert í mér að vera ekki búin að kaupa þá fyrr! Svo varð maður nottla að fara að prófa þá í gærkveldi og dró Tomma með mér út til halds og trausts! Að mati Tomma var ég eins og belja á svelli og hann hló og hló! Mér fannst ég samt vera nokkuð góð og ég datt bara tvisvar, kalla það nú mjög vel sloppið!
Annars er það að frétta að ég skellti mér í bæinn með Brynju og Ingibjörgu um helgina. Hittumst heima hjá Brynju og enduðum niðrí bæ til 7 um morguninn! Samt tókst mér og Brynju að vakna á hádegi og fara í verslunarleiðangur. Greyið Brynja ég held að henni hafi ekki liðið vel, en samt óð ég bara áfram í næstu búð og næstu búð! Fyrirgefðu Brynja en ég og búðir erum eitt! Hmm...
En já ég ætlaði að vakna snemma í morgun og fara í ræktina og fara svo í sund áður en ég mætti í vinnu í kvöld EN ég vaknaði ekki snemma og er ekki ennþá farin í ræktina og kemst sennilega ekki í sund fyrir vinnu! Voðalega er þetta misheppnað eitthvað! Afhverju er svona gott að sofa????
Annars er það að frétta að ég skellti mér í bæinn með Brynju og Ingibjörgu um helgina. Hittumst heima hjá Brynju og enduðum niðrí bæ til 7 um morguninn! Samt tókst mér og Brynju að vakna á hádegi og fara í verslunarleiðangur. Greyið Brynja ég held að henni hafi ekki liðið vel, en samt óð ég bara áfram í næstu búð og næstu búð! Fyrirgefðu Brynja en ég og búðir erum eitt! Hmm...
En já ég ætlaði að vakna snemma í morgun og fara í ræktina og fara svo í sund áður en ég mætti í vinnu í kvöld EN ég vaknaði ekki snemma og er ekki ennþá farin í ræktina og kemst sennilega ekki í sund fyrir vinnu! Voðalega er þetta misheppnað eitthvað! Afhverju er svona gott að sofa????
laugardagur, júní 04, 2005
Föstudagur til...næturvaktar!
Well well...þá er hversdagsleikinn kominn aftur á stjá! Vinna og vinna eins og venjulega. Var að vinna í morgun og síðan var hringt í mig í kvöld og spurt hvort ég vildi koma á næturvakt líka....jájá ég segi alltaf já! Þetta er nú í lagi, er hérna með honum Tomma brósa! Annars er nú lítið í fréttum, amma og afi komin heim þannig að nú fær maður dýrindis kvöldmáltíðir á hverjum degi ;) Síðan er maður nú að reyna að koma sér af stað í ræktinni til að skafa spikið af! Helvítis spik, hverfur aldrei! En já... Síðan er það bara biðin eftir að komast út til Halifax og sjá Ellu litlu snúllu og slappa af í sólbaði ahhh...bara 20 dagar þangað til! Langar í línuskauta, það eru allir á línuskautum hérna en vandamálið er að ég kann ekkert á svoleiðis! Átti nú einusinni línuskauta sem ég prófaði einu sinni! Þannig að ef þið sjáið einhvern í hermannabrynju þá er það ég að æfa mig!! |