What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

mánudagur, maí 02, 2005

Hexia er málið....

Það er nú aldeilis sniðugt hvað síminn manns getur gert! http://www.hexia.net
Jæja þá er enn ein vikan liðin og kominn maí. Tíminn flýgur áfram! Ég hef sjaldan verið eins þreytt og akkurat núna, er nýbúin í næturvaktatörn, rugluð í hausnum og finn ekki mun á nótt og dag! Þess vegna hef ég ákveðið að gera akkurat ekki neitt í dag...bara liggja og hvíla mig og nördast á netinu!
Mamma snillingur kom með fína hjólið mitt frá Danmörku! Nú verður sko einungis hljólað í vinnuna með von um að það skafist af rassinum ;)
Reyndar eru strax komnar tvær skemmtilegar hjólasögur af mér og Tomma! Við landsbyggðarlúðarnir lendum alltaf í einhverjum hremmingum hér í borginni!
Hjólasaga 1: Tommi svaf yfir sig á fótboltaæfingu og ég og mamma staddar í Smáralindinni þegar hann hringdi alveg brjálaður yfir að við værum farnar á bílnum. Síðan leit hann út um gluggan og strætó rétt farinn framhjá. Þá dó Tómas ekki ráðalaus! Hann ákvað að hjóla barasta á æfinguna sem átti að byrja eftir 25 min! Það má taka það fram að við búum á Barðastöðum og Tommi átti að fara á æfingu í Árbæjarlauginni! Hann hjólar því eins og hann eigi lífið að leysa og gengur bara vel en þegar hann á 2 km eftir dettur annar pedallinn af! Greyið Tommi þurfti að hlaupa á æfingu með hjólið á eftir sér og pedalinn í hendinni, en náði þessu nú samt á 25 min! En sjaldan verið eins þreyttur og auk þess grenjandi rigning hehe...Tommi er snillingur!
Hjólasaga 2: Á laugardagskvöldið átti ég að fara á næturvakt. Það var svo gott veður úti að ég ákvað barasta að taka mér langan hjólatúr í vinnuna svona einusinni þar sem ég hafði étið fullt af óhollu um kvöldið og var með samviskubit yfir þessu öllu saman! Jæja nóg um það...ég byrjaði að hjóla og þegar ég var búin að hjóla í smá tíma fannst mér pedallinn vera eitthvað skrítinn. Ég var farin að halda að ég væri orðin eitthvað skrítin því ég var nýbúin að laga þennan blessaða pedal og bjóst ekki við að hann myndi bila aftur. Ég hélt því bara áfram að hjóla og hjóla upp og niður brekkur. Svo fór pedallinn að verða verulega laus og ég átti ennþá þónokkurn spöl í vinnuna. Allt í einu flýgur hann af! Jess! Þannig að ég þurfti að gjöra svo vel að labba mjög hratt til að koma á réttum tíma í vinnuna, en náði því sem betur fer, með kolsvartar hendur af olíu og kófsveitt! úff! Þetta er einmitt það sem maður vill lenda í á laugardagskvöldi á leið í vinnuna! Þess má geta að á sunnudagsmorguninn þegar ég var á leið heim prófaði ég nýja tækni; hjóla með einum pedal! Það gekk ágætlega nema það að hreyfingarnar voru doldið fyndnar, svona eins og ég væri verulega hreyfihömluð hehe! Ég fékk líka allnokkur lúkk frá ýmsum sem keyrðu framhjá mér! Alltaf gaman að gera sig að fífli!
Til hamingju þú sem nenntir virkilega að lesa þetta allt saman...

Dúnna hjólalúði!