What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

mánudagur, maí 30, 2005

Afslöppun...


Sá þessa ótrúlegu krúttlegu mynd af Edith og Ellu krúsídúllu! Posted by Hello

Jæja þá er maður aldeilis búinn að vera í afslöppun...það er svo þægilegt! En það verður ekki mikið lengur því ég fer aftur í borg óttans á morgun og þá byrjar hið venjulega líf aftur á ný! Er búin að vera rosa dugleg að setja myndir inn á nýjustu myndasíðuna mína...
-Útskriftin
-Extreme Shaving hjá Tomma og félögum
-Myndir af Ellu litlu
Well well...það er nú ekkert að frétta af Ísafirði...ekki einusinni búin að heyra neinar kjaftasögur ennþá...iss! Svona er þetta þegar það vantar aðal fólkið í bæinn hehe ;)

Myndirnar komnar!!


Þessari stal ég frá Valdísi....drengirnir komnir í partýgírinn!! Posted by Hello

..og einnig hinn myndarlega drenginn með dömuna upp á arminn! Posted by Hello

Sjáið þennan stórmyndarlega dreng! Posted by Hello

Tommi litli orðinn stúdent!

Jæja þá er útskriftin búin og þynnkan smám saman að fara! Gærdagurinn var alveg frábær, öll fjölskyldan komin saman og síðan um kvöldið sátum við öll saman okkar fjölskylda og síðan fólkið hans Erlings þannig að þetta var eins og nokkurs konar ættarmót :) Eftir matinn var skellt sér í sumarbústað þar sem fólk undir áhrifum áfengis vantaði ekki! Langaði á stuðmannaball en gjörsamlega tímdi ekki að borga 2500 kall inn fyrir einn klukkutíma á ballinu!! Össs!

Tók fullt af myndum úr veislunni og koma þær von bráðar...

föstudagur, maí 27, 2005


Í fadmi fjalla blárra...
Myndina sendi Dúnna Dúnna
Powered by Hexia

Home Sweet Home :)

Ahh hvað það er yndislegt að kíkja heim! Eftir miklar annir í vinnunni er ég loksins loksins komin í smá frí heim til mömmu! Eftir tvo svefnlausa sólarhringa svaf ég 15 tíma í mínu yndislega rúmi ahh...
Tommi litli að fara að útskrifast á morgun og svaka veisla í vændum! Mamma á fullu að baka og ættingjar á leiðinni vestur :) Langt síðan að við höfum verið svona öll saman!

Sjáumst á morgun....djamm og djúserí að hætti Ísfirðinga ;)

miðvikudagur, maí 25, 2005

Ég er búin að vera!!

Jah nú er komið helvíti langt síðan maður skrifaði eitthvað inná þetta blessaða blogg! Það er bara búið að vera svo brjálað í vinnunni. Ég er alltaf að vinna og vinna mér finnst ég ekki gera annað! Er líka alveg búin á því, er orðin svo langþreytt! Amma og afi eru væntanleg til landsins á morgun þannig að ég er búin að gera sumarhreingerningu dauðans á þessu heimili!! Hef aldrei á ævinni eitt jafnmiklum tíma í tiltekt! Hendurnar á mér eru líka sprungnar og þurrar og einnig tókst mér á superglue-a puttana á mér saman í dag. Puttarnir festust og líka túpan! Djöfull var ég lengi að ná þessu af, hélt á tímabili að það myndi ekki takast! Thank god að ég las aftan á pakkningunni af þessu að það ætti að nota naglalakkaeyðir til að ná þessu af! Annars hefði mín verið í vondum málum! Spanderaði heilli dollu af naglalakkaeyðir á þetta og þetta er ekki ennþá alveg farið af, og ef ég snerti þetta þá er eins og ég sé að rífa skinnið af! Ég er svo mikill snillingur! Hlakka til að komast heim til Ísafjarðar á helginni til að slappa af...fá smá frí úr vinnunni og frí frá Reykjavík! Jæja ég á að vera mætt á næturvakt...úff...

þriðjudagur, maí 10, 2005


Skellti mér á djamm með Aldísi á föstudag sem var mjög skemmtilegt. Fengum okkur smá bjór og fórum í Singstar og síðan út og þræddum alla skemmtistaðina í Rkv. Skrítið kvöld samt því það var enginn á djamminu nema eintómir útlendingar og skrítið fólk. Við skemmtum okkur samt konunglega. Takk fyrir kvöldið Aldís :)  Posted by Hello

laugardagur, maí 07, 2005


#

Talskilaboð sendi Dúnna Dúnna
Powered by Hexia

Godan daginn her er seinasta myndin adur en vid verdum etnar af mavum a höfninni! Gott djamm, margir misgodir stadir og FURDULEGT FOLK! Godanott og sofid rott i alla nott ;)
Myndina sendi Dúnna Dúnna
Powered by Hexia


Aldis buin med flöskuna!
Myndina sendi Dúnna Dúnna
Powered by Hexia

föstudagur, maí 06, 2005


Tad er sko SVONA mikid stud a mer og Aldísi i kvöld! Watch out!
Myndina sendi Dúnna Dúnna
Powered by Hexia

miðvikudagur, maí 04, 2005

Fröken Fix!

Jæja þá er maður búinn að redda hjólinu og það orðið eins gott og nýtt! Sumir skrúfuðu pedalana öfugt á *hóst* Tommi. Þannig að við gerðum okkur að dálitlum fíflum í hjólabúðinni...ohh well, allavega fengum við fína þjónustu og þurftum ekki að gera handtak sjálf(sem betur fer, kannski það hefði farið á sama veg). Annars er mín bara í fríi í dag, svaf frameftir, reddaði málunum, endurskipulagði skápana og fleira skemmtilegt!
Tommi litli er kominn með bloggsíðu, nokkuð áhugaverða, hvet alla til að skoða ;) http://www.supertommaland.blogspot.com

þriðjudagur, maí 03, 2005


Tetta er Roman vinnufelagi minn
Myndina sendi Dúnna Dúnna
Powered by Hexia

mánudagur, maí 02, 2005

Hexia er málið....

Það er nú aldeilis sniðugt hvað síminn manns getur gert! http://www.hexia.net
Jæja þá er enn ein vikan liðin og kominn maí. Tíminn flýgur áfram! Ég hef sjaldan verið eins þreytt og akkurat núna, er nýbúin í næturvaktatörn, rugluð í hausnum og finn ekki mun á nótt og dag! Þess vegna hef ég ákveðið að gera akkurat ekki neitt í dag...bara liggja og hvíla mig og nördast á netinu!
Mamma snillingur kom með fína hjólið mitt frá Danmörku! Nú verður sko einungis hljólað í vinnuna með von um að það skafist af rassinum ;)
Reyndar eru strax komnar tvær skemmtilegar hjólasögur af mér og Tomma! Við landsbyggðarlúðarnir lendum alltaf í einhverjum hremmingum hér í borginni!
Hjólasaga 1: Tommi svaf yfir sig á fótboltaæfingu og ég og mamma staddar í Smáralindinni þegar hann hringdi alveg brjálaður yfir að við værum farnar á bílnum. Síðan leit hann út um gluggan og strætó rétt farinn framhjá. Þá dó Tómas ekki ráðalaus! Hann ákvað að hjóla barasta á æfinguna sem átti að byrja eftir 25 min! Það má taka það fram að við búum á Barðastöðum og Tommi átti að fara á æfingu í Árbæjarlauginni! Hann hjólar því eins og hann eigi lífið að leysa og gengur bara vel en þegar hann á 2 km eftir dettur annar pedallinn af! Greyið Tommi þurfti að hlaupa á æfingu með hjólið á eftir sér og pedalinn í hendinni, en náði þessu nú samt á 25 min! En sjaldan verið eins þreyttur og auk þess grenjandi rigning hehe...Tommi er snillingur!
Hjólasaga 2: Á laugardagskvöldið átti ég að fara á næturvakt. Það var svo gott veður úti að ég ákvað barasta að taka mér langan hjólatúr í vinnuna svona einusinni þar sem ég hafði étið fullt af óhollu um kvöldið og var með samviskubit yfir þessu öllu saman! Jæja nóg um það...ég byrjaði að hjóla og þegar ég var búin að hjóla í smá tíma fannst mér pedallinn vera eitthvað skrítinn. Ég var farin að halda að ég væri orðin eitthvað skrítin því ég var nýbúin að laga þennan blessaða pedal og bjóst ekki við að hann myndi bila aftur. Ég hélt því bara áfram að hjóla og hjóla upp og niður brekkur. Svo fór pedallinn að verða verulega laus og ég átti ennþá þónokkurn spöl í vinnuna. Allt í einu flýgur hann af! Jess! Þannig að ég þurfti að gjöra svo vel að labba mjög hratt til að koma á réttum tíma í vinnuna, en náði því sem betur fer, með kolsvartar hendur af olíu og kófsveitt! úff! Þetta er einmitt það sem maður vill lenda í á laugardagskvöldi á leið í vinnuna! Þess má geta að á sunnudagsmorguninn þegar ég var á leið heim prófaði ég nýja tækni; hjóla með einum pedal! Það gekk ágætlega nema það að hreyfingarnar voru doldið fyndnar, svona eins og ég væri verulega hreyfihömluð hehe! Ég fékk líka allnokkur lúkk frá ýmsum sem keyrðu framhjá mér! Alltaf gaman að gera sig að fífli!
Til hamingju þú sem nenntir virkilega að lesa þetta allt saman...

Dúnna hjólalúði!

#

Talskilaboð sendi ég
Powered by Hexia

Myndina sendi ég
Powered by Hexia