What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

laugardagur, apríl 23, 2005

Tími kominn til að...

Skrifa eitthvað hérna. Er loksins komin aftur með netið eftir mikla bið, ótrúlegt hvað maður getur verið háður netinu! Það er nú ekkert merkilegt að frétta svo sem. Bara vinna og aftur vinna. Kíkti til Brynju í bústaðinn í gær og vorum þar nokkrir krakkar að spila Uno langt fram eftir kvöldi og fengum dýrindis mat. Síðan var skellt sér í pottinn fyrir háttinn og vá hvað ég svaf vel :) Svo er það bara að slappa af í kvöld fyrir framan sjónvarpið....