Já svona er þetta til skiptis! Netið hjá mér er ekki enn komið í lag, ég er farin að halda að það hvíli bölun á mér, netinu og tölvubeyglunni minni! Hún er búin að bila svona skrilljón sinnum síðan ég keypti hana, þvílíkt og annað eins! Annars er maður bara búinn að vera að vinna alla páskana, held að þetta sé líka 3. eða 4. helgin í röð sem ég er að vinna, ég er vinnualki, ég viðurkenni það alveg! En mikið sé ég nú eftir að hafa ekki verið á Ísafirði um páskana, hvað var ég eiginlega að pæla?
Satt og segja er mér búið að drepleiðast undanfarinn mánuð! Ekkert net, engin stöð 2 og endalaus vinna! Það var bara eins og ég fengi köllun í dag þegar ég fékk óvænt símtal frá henni Brynju minni um það að hún væri að koma í heimsókn. Mikið var ég glöð. Við gerðum ýmislegt sniðugt; fórum í heimsókn til Hönnu að hitta sætu kisurnar hennar og síðan þurfti maður nú aðeins að kíkja í nokkrar búðir! Fórum smakkhring í Hagkaup og ákváðum síðan að elda handa okkur dýrindis kjúklingaringur og meðlæti í kvöldverð. Ég er ennþá að springa úr seddu! Og fyrst að ég var svona mikið að snúast í dag þá ákvað ég barasta að fara og gerast áskrifandi af stöð 2 í leiðinni ;) Þannig að maður er búinn að syngja og tralla með Hemma Gunn í kvöld!
Núna er ég stödd á næturvakt, klukkan að ganga sex og ég ekkert þreytt, þetta er nú bara kraftaverk! Kannski útaf því að ég er búin að drekka of mikið Pepsi Max í dag, eða kannski bara útaf því að ég er alltaf sofandi og verð þar af leiðandi sjaldan þreytt...