What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Ja hérna hér!

Ligg bara hér í mínum lazyboy og nenni ekki að gera neitt! Sumarið að koma og sólin skín, vantar bara að vindurinn fari þá gæti ég setið úti á svölum og sleikt sólina ;) Þetta verður frábært sumar í góðra vina hópi því það flytja næstum allir sem ég þekki hingað suður í sumar, gæti ekki verið betra!

laugardagur, apríl 23, 2005


Þetta er litla prinsessan hún Ella Jeanne Guðmundsdóttir. Hún er algjör rúsína. Ella er líka með síðu á barnalandi og er linkurinn er hér til hliðar. Það er svo gaman að vera stóra systir, get ekki beðið eftir að hitta hana í sumar :) Posted by Hello

Litli eskimóinn :) Posted by Hello

Litla sæta Posted by Hello

Tími kominn til að...

Skrifa eitthvað hérna. Er loksins komin aftur með netið eftir mikla bið, ótrúlegt hvað maður getur verið háður netinu! Það er nú ekkert merkilegt að frétta svo sem. Bara vinna og aftur vinna. Kíkti til Brynju í bústaðinn í gær og vorum þar nokkrir krakkar að spila Uno langt fram eftir kvöldi og fengum dýrindis mat. Síðan var skellt sér í pottinn fyrir háttinn og vá hvað ég svaf vel :) Svo er það bara að slappa af í kvöld fyrir framan sjónvarpið....

laugardagur, apríl 02, 2005

Gleymdi aðal fréttinni!

Í gær, 31. mars eignaðist ég litla systur :) Pabbi og Judy eignuðust litla prinsessu um hádegisbilið, rúmar 15 merkur. Get ekki beðið eftir að sjá hana, hef engar myndir séð ennþá. Þetta er doldið skrítið að eignast lítið systkini þegar maður er á 22. aldursári, en samt gaman :)

Fyrst að við erum nú að tala um familíuna þá er vert að nefna að Tómas Emil rústaði hönk-könnunninni minni þannig að nú ætlast ég nú til að drengurinn fari bráðum að ganga út!

Good times - Bad times...

Já svona er þetta til skiptis! Netið hjá mér er ekki enn komið í lag, ég er farin að halda að það hvíli bölun á mér, netinu og tölvubeyglunni minni! Hún er búin að bila svona skrilljón sinnum síðan ég keypti hana, þvílíkt og annað eins! Annars er maður bara búinn að vera að vinna alla páskana, held að þetta sé líka 3. eða 4. helgin í röð sem ég er að vinna, ég er vinnualki, ég viðurkenni það alveg! En mikið sé ég nú eftir að hafa ekki verið á Ísafirði um páskana, hvað var ég eiginlega að pæla?
Satt og segja er mér búið að drepleiðast undanfarinn mánuð! Ekkert net, engin stöð 2 og endalaus vinna! Það var bara eins og ég fengi köllun í dag þegar ég fékk óvænt símtal frá henni Brynju minni um það að hún væri að koma í heimsókn. Mikið var ég glöð. Við gerðum ýmislegt sniðugt; fórum í heimsókn til Hönnu að hitta sætu kisurnar hennar og síðan þurfti maður nú aðeins að kíkja í nokkrar búðir! Fórum smakkhring í Hagkaup og ákváðum síðan að elda handa okkur dýrindis kjúklingaringur og meðlæti í kvöldverð. Ég er ennþá að springa úr seddu! Og fyrst að ég var svona mikið að snúast í dag þá ákvað ég barasta að fara og gerast áskrifandi af stöð 2 í leiðinni ;) Þannig að maður er búinn að syngja og tralla með Hemma Gunn í kvöld!

Núna er ég stödd á næturvakt, klukkan að ganga sex og ég ekkert þreytt, þetta er nú bara kraftaverk! Kannski útaf því að ég er búin að drekka of mikið Pepsi Max í dag, eða kannski bara útaf því að ég er alltaf sofandi og verð þar af leiðandi sjaldan þreytt...