What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

fimmtudagur, mars 03, 2005

Þreytta næturdýr!

Er stödd á næturvakt enn eina ferðina. Náði að sofa 2 klst eftir síðustu nótt útaf þessari klippingu sem ég fór í. Sé nú alls ekkert eftir því samt, ég er svo ánægð með hárið á mér núna, er voða sæt og fín :) Fór í fyrsta skipti í klippingu hjá karlmanni og er mjög sátt við hárið núna! Komin með frekar stutt, og smá gylltar strípur, voða sumarlegt!
Var voða góð við Tomma í dag. Honum langaði svo í köku þannig að ég skellti í eina Betty Crocker fyrir hann og við borðuðum með bestu lyst :) Helvítis klósettið er aftur farið að bila, ég sver það þetta er alveg óþolandi. Píparinn kemur aftur á morgun að kíkja á þetta, það er varla vika síðan hann gerði við það síðast, hlýtur bara að vera einhver galli í þessu!
Æji ég er voða þreytt eitthvað, náði eiginlega ekkert að leggja mig í dag...kannski maður fari nú að glugga í þessa bók sem ég er búin að taka nokkrum sinnum með mér en aldrei byrjað á, Belladonna skjalið!